Veita útigangskisum mat og skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 19:30 Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879 Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel. Í um fjórtán ár hefur Eddi, eða Eðvarð Rafn Björnsson, séð um villiketti sem hafast við í Hafnarfirði. Hann færir þeim mat og vatn og spjallar við þær. „Ég gef þeir annan hvern dag. Þá eru þeir búnir að klára alveg," segir hann.* Eddi var búinn að sjá um kisurnar í nokkurn tíma þegar hann komst að því að María Krista Hreiðarsdóttir, nágrannakona hans, var gera slíkt hið sama. „Við vorum bæði að krúnka í kettina en við vildum alls ekki að hinn vissi af því. Ég var ekkert að segja henni frá því," segir Eddi glettinn. „Já, er maður ekki stimplaður sem klikkaður kattaeigandi ef maður er að gefa svona mörgum köttum," segir María og hlær. Eðvarð Rafn Björnsson og María Krista Hreiðarsdóttir.Þar sem köttunum fjölgaði sífellt hófu Eddi og María að láta gelda kettina í samstarfi við Villiketti. Eftir stendur hópur sem telur að minnsta kosti þrjátíu ketti sem þau hlúa vel að.Þykir þér vænt um þessa ketti? „Já, það virkar nefnilega svoleiðis. Það tók þennan fyrsta kött sem kom 2007, bara hnefastór kettlingur, svona tvo þrjá mánuði að vinna sig þangað. Þá þótti manni bara vænt um þetta eins og barn," segir Eddi. Það er dýrt að metta alla þessa ketti. Eddi er eftirlaunaþegi og telur að fæðiskostnaðurinn nemi um tíu til tuttugu þúsund krónum á viku. Þau fá eitthvað af mat gefins en taka einnig við framlögum.Eddi og María sjá um tugi katta.Þau hafa sett upp kassa og ýmis skjól fyrir kisurnar sem leita þó einnig inn til þeirra. Fimm eru komnir inn á heimili Maríu en þeir eru heldur fleiri hjá Edda. „Ég segi ekki töluna sem ég er með. Éh eiginlega opnaði húsið fyrir þeim og árangurinn er eftir því," segir Eddi.Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fæðiskostnaði fyrir kisurnar. Hægt er að styðja starfið með framlögum inn á eftirfarandi reikning:Reikningsnúmer: 0544-14-661258Kenntala: 281247-3879
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira