Hafna því að hafa horft sérstaklega til þekktra veganvörumerkja Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 17:00 Á þessari samsettu mynd má sjá merkin þrjú, Jömm, Oatly og Júmbó. Vísir/Samsett Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“ Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“
Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira