Hafna því að hafa horft sérstaklega til þekktra veganvörumerkja Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 17:00 Á þessari samsettu mynd má sjá merkin þrjú, Jömm, Oatly og Júmbó. Vísir/Samsett Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“ Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“
Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira