Eflaust hafa margir heyrt af þessum aðferðum og það væri kannski sniðugt að finna aðrar aðferðir.
Hér að neðan má lesa um nokkur slík dæmi:
- Fólki er oft bent á það að taka inn c-vítamín í veikindum. Það gerir aftur á móti ekki neitt. Þegar þú ert orðinn veikur þá þarf flensan einfaldlega að fara í gegn.
- Sumir hafa bent á það að sniðugt væri að þefa af mentoli og þá ætti stíflan að fara úr nefinu. Það virkar aðeins í nokkrar mínútur. Skammgóður vermir.
- Stundum er sagt að fólk með hálsbólgu ætti að drekka saltvatn. Það hjálpar ekkert.
- Hóstasaft mýkir örlítið hálsinn en lagar í raun ekki neitt.
- Það að drekka hunangsvatn eða heitt vatn með sítrónu gerir ekkert fyrir mann í veikindum.
- Kjúklingasúpa er góð máltíð en læknar ekki neitt.
- Kóladrykkir hjálpa ekkert við ælupest.
Hér að neðan má hlusta á yfirferð Brennslunnar.