Gerðu samning til sex mánaða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Hætta er á að dýralæknalaust verði á víða um land. Fréttablaðið/Vilhelm Dýralæknar á landsbyggðinni hafa gert hálfs árs óbreyttan verktakasamning við landbúnaðarráðuneytið til að gefa starfshópi svigrúm til að gera gagngerar breytingar á kerfinu. Ráðherra skipaði í hópinn í september en samningar runnu út um síðustu mánaðamót. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal sem situr í samningahópi Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn gildi til 1. maí en hafi aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest. Hópurinn hafi talið að tíminn til að komast að góðri niðurstöðu til framtíðar hafi verið of knappur. „Ég er hæfilega bjartsýnn á að við náum lendingu sem fólk sættir sig við,“ segir hann. „Óneitanlega er búinn að vera mikill kurr í fólki undanfarin ár.“ Deilan snýst ekki aðeins um laun heldur einnig það fyrirkomulag að dýralæknar séu skuldbundnir til að vera á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Áhyggjur hafa verið af því að stór svæði á landsbyggðinni yrðu dýralæknalaus vegna lakra kjara. „Þetta skiptir miklu máli þegar slys, veikindi og barneignir koma upp. Í dag eru engar konur á barneignaraldri að sækja um þessi störf,“ segir Gísli. Kröfur dýralæknanna snúast fyrst og fremst um að verða losuð undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á vaktinni. „Sum okkar höfum lent í því að vera slösuð á bakvakt, alveg óvinnufær.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Dýralæknar á landsbyggðinni hafa gert hálfs árs óbreyttan verktakasamning við landbúnaðarráðuneytið til að gefa starfshópi svigrúm til að gera gagngerar breytingar á kerfinu. Ráðherra skipaði í hópinn í september en samningar runnu út um síðustu mánaðamót. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal sem situr í samningahópi Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn gildi til 1. maí en hafi aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest. Hópurinn hafi talið að tíminn til að komast að góðri niðurstöðu til framtíðar hafi verið of knappur. „Ég er hæfilega bjartsýnn á að við náum lendingu sem fólk sættir sig við,“ segir hann. „Óneitanlega er búinn að vera mikill kurr í fólki undanfarin ár.“ Deilan snýst ekki aðeins um laun heldur einnig það fyrirkomulag að dýralæknar séu skuldbundnir til að vera á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Áhyggjur hafa verið af því að stór svæði á landsbyggðinni yrðu dýralæknalaus vegna lakra kjara. „Þetta skiptir miklu máli þegar slys, veikindi og barneignir koma upp. Í dag eru engar konur á barneignaraldri að sækja um þessi störf,“ segir Gísli. Kröfur dýralæknanna snúast fyrst og fremst um að verða losuð undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á vaktinni. „Sum okkar höfum lent í því að vera slösuð á bakvakt, alveg óvinnufær.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira