Íslendingar elska að fara til Ítalíu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2019 19:15 Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“. Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Ítalía er að verða einn af vinsælustu ferðamannastöðum, sem Íslendingar heimsækja en íslensk hjón, sem búa í Bolzano í Suður Tíról hafa tekið á móti um tíu þúsund Íslendingum þar á síðustu árum. Allar ferðir á næsta ári eru nánast uppbókaðar hjá þeim. Það tekur um þrjár klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur að fljúga frá Íslandi til München í Þýskalandi og þaðan er oftast tekin rúta til Bolzano, sem er norðarlega í ítölsku Ölpunum og er höfuðborg Suður Tíról. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson, alltaf kallaður Elli, eru með Eldhúsferðir, sem hafa sérhæft sig í að taka á móti íslenskum hópum til Ítalíu. Fyrstu hóparnir komu 2013 og í dag eru þau að verða búin að taka á móti 10 þúsund Íslendingum. 30 kórar hafa til dæmis farið í ferðir með þeim. „Þetta byrjaði mest með kórum en núna erum við farin út í það að vera með gönguhópa, hjólahópa og saumaklúbba. Í sumar komu svo til okkar, þá urðu Eldhúsferðir alvöru Eldhúsferðir, því þá fengum við matartækna, sem komu á matreiðslunámskeið“, segir Jóna Fanney. En hvað er það sem Íslendingarnir fá að skoða á Ítalíu? „Við erum mest að fara til Suður Tíról á Ítalíu, það er það sem við köllum Rolls Royin okkar. Þá erum við að fara í Dólómítana í Ítölsku Ölpunum, borgin Bolzona, sem er í miðjum Ölpunum, þaðan förum við að Gardavatninu og vítt og breidd um Suður Tíról þar, sem við skoðum fjöll og dali. Við förum líka með hópana á staði þar sem smökkum skemmtilega rétti heimamanna, hunang og ýmislegt annað og að sjálfsögðu fáum við fullt af snöfsum og víni, ekta svona sem gleður“, segir Jóna Fanney og hlær. Hún segir að ferðirnar til Ítalíu hafi algjörlega slegið í gegn hjá Íslendingum en til marks um það þá er næsta ár að verða fullbókað hjá þeim hjónum frá apríl og út október. Íslendingar kunna vel við sig í Ítalíu og skemmta sér alltaf vel þar. Hér er Lárus Ingi Friðfinnsson úr Hveragerði kátur með Jónu Fanney en hann er ný komin heim úr Ítalíuferð með Eldhúsferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er eitthvað líkt með Íslendingum og Ítölum? „Já, þeir eru svona aðeins léttari í lund, þeir eru minna stressaðir, það er svolítið stress í okkur Íslendingum, það er svona rafmagn, maður finnur það stundum þegar hóparnir eru að koma, eru í gírnum, það tekur daginn að vinda ofan af þeim, anda inn með nefinu og út aftur í rólegheitum og svona, það er stressið“.
Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira