Lögreglan fór ekki fram úr valdheimildum sínum við handtökur á Austurvelli og í Gleðigöngunni Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 16:00 Málin snerust um handtökur á Austurvelli annars vegar og í Gleðigöngunni hins vegar. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregla hafi hvorki ekki farið út fyrir valdheimildir sínar þegar Elínborg Harpa Önundardóttir var handtekin í Gleðigöngunni í sumar, né þegar piparúða var beitt á mótmælendur á Austurvelli vegna mótmæla Refugees in Iceland þar sem tveir voru handteknir. Bæði málin urðu mikill fréttamatur. Tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli þann 11. mars síðastliðinn. Boðað var til mótmælanna á Facebook síðunni Refugees in Iceland en um var að ræða fjórðu mótmælin sem samtökin höfðu boðað til á einum mánuði. Áður höfðu samtökin mótmælt fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar. Lögreglumenn fjarlægðu tvö tjöld mótmælenda um miðjan dag en mótmælendur hugðust dvelja á Austurvelli fram á kvöld. Í kjölfarið kom til stimpinga og piparúða var beitt. Tveir voru handteknir á Austurvelli en var sleppt af lögreglustöðinni á Hverfisgötu sama kvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í kjölfarið harðlega gagnrýnd. Í samtali við Vísi degi síðar sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að miðað við aðstæður hafi vægustu úrræðum verið beitt. Mótmælendur hafi óhlýðnast skipunum lögreglu og þar að auki ráðist gegn þeim.Sjá einnig: Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Arnar Rúnar sagði lögreglu ekkert hafa að fela varðandi aðgerðirnar og benti á að Austurvöllur væri eitt best vaktaða svæði landsins sökum fjölda eftirlitsmyndavél sem þar eru staðsettar. Við yfirferð á málinu fór NEL yfir gögn málsins, þar á meðal myndbandsupptökur úr áðurnefndum eftirlitsmyndavélum á Austurvelli, var það mat nefndarinnar að ekki væri ástæða til þess að aðhafast frekar og að ekki liggi fyrir í gögnum vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu. Lögregla hafi ekki farið fram úr þeim heimildum sem lögreglulög frá árinu 1996 veita.Handtekin á leið í gleðigönguna Á meðan að á Gleðigöngu Hinsegin daga stóð þann 17. ágúst síðastliðin var kona handtekin en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni gerði konan tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni. Konan var sögð hafa neitað að segja til nafns og hafði ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Konan, Elínborg Harpa Önundardóttir sagði samdægurs í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtökunni, annað en að lögreglan hafi kannast við hana. Hún hafi gengið í flasið á lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Elínborg sagðist hafa fylgt fyrirmælum lögreglu. „Eina sem ég óhlýðnaðist var þegar þeir ætluðu að taka símann af mér,“ sagði Elínborg við Vísi.Sjá einnig: Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Málið var sett í skoðun innan lögreglunnar sem óskaði eftir upptökum og vitnum að atvikinu. Þá óskaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar eftir komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á fund ráðsins. Niðurstaða NEL í málinu var aftur á þá leið að ekki þótti ástæða til að aðhafast meira vegna málsins. Ekki liggi fyrir vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundi þingnefndar um aðgerðir lögreglu á Austurvelli.Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. að gott sé að hafa þessa óháðu nefnd til þess að fara yfir störf lögreglunnar. Tilurð nefndarinnar sé afar mikilvæg til þess að skapa traust í garð lögreglu. Að sögn Sigríðar hafa þeir lögreglumenn sem áttu hlut að máli verið látnir vita af niðurstöðunni en hún segir mál sem þessi geta lagst þungt á herðar lögreglumanna, sér í lagi þegar umræðan og fjölmiðlaumfjöllunin er eins mikil og í málunum tveimur.Sigríður segir gott að hafa haft efni úr myndavélum frá handtökunum til þess að segja alla söguna þegar ber á milli sagna lögreglu og borgara. Lögreglan hafi frá þessum atburðum hvatt lögreglumenn til að notast við búkmyndavélarnar til þess að taka upp samskipti sín við lögreglu. Hinsegin Hælisleitendur Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Lögreglan gerir þetta því athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. 19. ágúst 2019 15:34 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. 12. mars 2019 14:36 Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins. 21. ágúst 2019 13:50 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregla hafi hvorki ekki farið út fyrir valdheimildir sínar þegar Elínborg Harpa Önundardóttir var handtekin í Gleðigöngunni í sumar, né þegar piparúða var beitt á mótmælendur á Austurvelli vegna mótmæla Refugees in Iceland þar sem tveir voru handteknir. Bæði málin urðu mikill fréttamatur. Tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli þann 11. mars síðastliðinn. Boðað var til mótmælanna á Facebook síðunni Refugees in Iceland en um var að ræða fjórðu mótmælin sem samtökin höfðu boðað til á einum mánuði. Áður höfðu samtökin mótmælt fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar. Lögreglumenn fjarlægðu tvö tjöld mótmælenda um miðjan dag en mótmælendur hugðust dvelja á Austurvelli fram á kvöld. Í kjölfarið kom til stimpinga og piparúða var beitt. Tveir voru handteknir á Austurvelli en var sleppt af lögreglustöðinni á Hverfisgötu sama kvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í kjölfarið harðlega gagnrýnd. Í samtali við Vísi degi síðar sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að miðað við aðstæður hafi vægustu úrræðum verið beitt. Mótmælendur hafi óhlýðnast skipunum lögreglu og þar að auki ráðist gegn þeim.Sjá einnig: Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Arnar Rúnar sagði lögreglu ekkert hafa að fela varðandi aðgerðirnar og benti á að Austurvöllur væri eitt best vaktaða svæði landsins sökum fjölda eftirlitsmyndavél sem þar eru staðsettar. Við yfirferð á málinu fór NEL yfir gögn málsins, þar á meðal myndbandsupptökur úr áðurnefndum eftirlitsmyndavélum á Austurvelli, var það mat nefndarinnar að ekki væri ástæða til þess að aðhafast frekar og að ekki liggi fyrir í gögnum vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu. Lögregla hafi ekki farið fram úr þeim heimildum sem lögreglulög frá árinu 1996 veita.Handtekin á leið í gleðigönguna Á meðan að á Gleðigöngu Hinsegin daga stóð þann 17. ágúst síðastliðin var kona handtekin en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni gerði konan tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni. Konan var sögð hafa neitað að segja til nafns og hafði ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Konan, Elínborg Harpa Önundardóttir sagði samdægurs í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtökunni, annað en að lögreglan hafi kannast við hana. Hún hafi gengið í flasið á lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Elínborg sagðist hafa fylgt fyrirmælum lögreglu. „Eina sem ég óhlýðnaðist var þegar þeir ætluðu að taka símann af mér,“ sagði Elínborg við Vísi.Sjá einnig: Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Málið var sett í skoðun innan lögreglunnar sem óskaði eftir upptökum og vitnum að atvikinu. Þá óskaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar eftir komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á fund ráðsins. Niðurstaða NEL í málinu var aftur á þá leið að ekki þótti ástæða til að aðhafast meira vegna málsins. Ekki liggi fyrir vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundi þingnefndar um aðgerðir lögreglu á Austurvelli.Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. að gott sé að hafa þessa óháðu nefnd til þess að fara yfir störf lögreglunnar. Tilurð nefndarinnar sé afar mikilvæg til þess að skapa traust í garð lögreglu. Að sögn Sigríðar hafa þeir lögreglumenn sem áttu hlut að máli verið látnir vita af niðurstöðunni en hún segir mál sem þessi geta lagst þungt á herðar lögreglumanna, sér í lagi þegar umræðan og fjölmiðlaumfjöllunin er eins mikil og í málunum tveimur.Sigríður segir gott að hafa haft efni úr myndavélum frá handtökunum til þess að segja alla söguna þegar ber á milli sagna lögreglu og borgara. Lögreglan hafi frá þessum atburðum hvatt lögreglumenn til að notast við búkmyndavélarnar til þess að taka upp samskipti sín við lögreglu.
Hinsegin Hælisleitendur Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Lögreglan gerir þetta því athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. 19. ágúst 2019 15:34 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. 12. mars 2019 14:36 Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins. 21. ágúst 2019 13:50 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Lögreglan gerir þetta því athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. 19. ágúst 2019 15:34
Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32
Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14
Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. 12. mars 2019 14:36
Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins. 21. ágúst 2019 13:50