Björn og Sveinn Óttar Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi endurútgefur þessa dagana merkilegt skáldverk, Björn og Sveinn, eftir Megas. Bókin fjallar um ferðalag þeirra feðga Axlar-Björns og Sveins skotta um undirheima Reykjavíkur. Þessir Snæfellingar voru þekktir misindismenn á 16du og 17du öld en fá nýtt líf í reykvískum samtíma. Þeir verða kóngar í heimi smákrimma, undirmálsmanna og vafasamra kvenna. Feðgarnir bera fulla ábyrgð á helstu hremmingum hins unga lýðveldis. Þeir standa fyrir illvirkjum eins og gosinu í Vestmannaeyjum og rauðsokkahreyfingunni auk þess sem þeir gerðu Austurstræti að göngugötu. Bókin kom út fyrir 25 árum og fékk misjafna umsögn. Dagar eintómra fimm-stjörnu dóma voru ekki runnir upp svo að ritdómarar leyfðu sér hreinskiptni í báðar áttir. Bókin var kölluð vitundarlítið orðafyllerí og Helgarpósturinn sagði hana langdregnustu skáldsögu ársins. Aðrir kölluðu bókina meistaraverk. Þolinmóðum lesanda er ríkulega launað. Bókin er hafsjór af orðaleikjum, staðreyndum og hálfsannleika þar sem fólk er leitt um undirheima borgarinnar. Lesandinn kíkir inn á gamla Zarinn (Keisarann), lærir að búa til amfetamín og kynnist margs konar kynlífsfrávikum og furðufuglum. Bókin reyndist of flókin lesning innan um léttmeti afþreyingariðnaðarins. Hún kom út í 400 eintökum sem seldust upp á nokkrum árum og var eftir það ófáanleg. Það er gleðiefni að bókin skuli aftur vera aðgengileg. Björn og Sveinn deila sess með Sturlungu og fleiri öndvegisritum sem talin voru of löng og ólesandi. Sennilega verður dómur framtíðarinnar um Björn og Svein að þeir feðgar séu viðkvæm íslensk menningarblóm bæði í sögu- og bókmenntalegu tilliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Óttar Guðmundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi endurútgefur þessa dagana merkilegt skáldverk, Björn og Sveinn, eftir Megas. Bókin fjallar um ferðalag þeirra feðga Axlar-Björns og Sveins skotta um undirheima Reykjavíkur. Þessir Snæfellingar voru þekktir misindismenn á 16du og 17du öld en fá nýtt líf í reykvískum samtíma. Þeir verða kóngar í heimi smákrimma, undirmálsmanna og vafasamra kvenna. Feðgarnir bera fulla ábyrgð á helstu hremmingum hins unga lýðveldis. Þeir standa fyrir illvirkjum eins og gosinu í Vestmannaeyjum og rauðsokkahreyfingunni auk þess sem þeir gerðu Austurstræti að göngugötu. Bókin kom út fyrir 25 árum og fékk misjafna umsögn. Dagar eintómra fimm-stjörnu dóma voru ekki runnir upp svo að ritdómarar leyfðu sér hreinskiptni í báðar áttir. Bókin var kölluð vitundarlítið orðafyllerí og Helgarpósturinn sagði hana langdregnustu skáldsögu ársins. Aðrir kölluðu bókina meistaraverk. Þolinmóðum lesanda er ríkulega launað. Bókin er hafsjór af orðaleikjum, staðreyndum og hálfsannleika þar sem fólk er leitt um undirheima borgarinnar. Lesandinn kíkir inn á gamla Zarinn (Keisarann), lærir að búa til amfetamín og kynnist margs konar kynlífsfrávikum og furðufuglum. Bókin reyndist of flókin lesning innan um léttmeti afþreyingariðnaðarins. Hún kom út í 400 eintökum sem seldust upp á nokkrum árum og var eftir það ófáanleg. Það er gleðiefni að bókin skuli aftur vera aðgengileg. Björn og Sveinn deila sess með Sturlungu og fleiri öndvegisritum sem talin voru of löng og ólesandi. Sennilega verður dómur framtíðarinnar um Björn og Svein að þeir feðgar séu viðkvæm íslensk menningarblóm bæði í sögu- og bókmenntalegu tilliti.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar