Borgi sig að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 20:00 Smár McCarthy, þingmaður Pírata og formaður framtíðarnefndar. Það er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér um framtíðina, en þó er mikilvægt að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti. Þetta segir formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, en fyrsta skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina árið 2018 til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga. Fyrsta skýrslan fjallar um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta fyrir árin 2035 til 2040. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, það er alveg á hreinu. En við getum gefið okkur ákveðnar sviðsmyndir, við getum leikið okkur með þær upplýsingar sem við höfum um það hvaða þróun er að eiga sér stað, getum reynt að leiða líkum að ákveðnum hlutum,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. „En í lok dags þá munum við hafa rangt fyrir okkur og þá skiptir máli að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er.“ Meðal þess sem nefndin leggur til í skýrslunni er að komið verði á heildstæðu raunfærnismati sem tekur til allra skólastiga og alls vinnumarkaðar. Greina þurfi mannafla- og færniþörf með reglubundnum hætti og að mótuð verði heildarstefna í nýsköpun-, atvinnu- og iðnaði. Þá verði tekjuöflun ríkisins í stöðugri endurskoðun í ljósi breyttra skattstofna, nýting auðlinda verði í öllum tilfellum sjálfbær og greina þurfi betur áhrif sjálfvirknivæðingar á landsbyggðina og brothættar byggðir. Þá þurfi að leysa áskoranir tengdum breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og flæði fólks milli landa. „Vonandi munu þessar hugmyndir síast í gegn en ég á von á því að þetta sé kannski fyrst og fremst kannski bara fyrsta atlagan að því að opna meiri umræðu um hvert við ætlum að fara sem samfélag,“ segir Smári. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fleiri fréttir Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Sjá meira
Það er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér um framtíðina, en þó er mikilvægt að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti. Þetta segir formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, en fyrsta skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina árið 2018 til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga. Fyrsta skýrslan fjallar um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta fyrir árin 2035 til 2040. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, það er alveg á hreinu. En við getum gefið okkur ákveðnar sviðsmyndir, við getum leikið okkur með þær upplýsingar sem við höfum um það hvaða þróun er að eiga sér stað, getum reynt að leiða líkum að ákveðnum hlutum,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. „En í lok dags þá munum við hafa rangt fyrir okkur og þá skiptir máli að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er.“ Meðal þess sem nefndin leggur til í skýrslunni er að komið verði á heildstæðu raunfærnismati sem tekur til allra skólastiga og alls vinnumarkaðar. Greina þurfi mannafla- og færniþörf með reglubundnum hætti og að mótuð verði heildarstefna í nýsköpun-, atvinnu- og iðnaði. Þá verði tekjuöflun ríkisins í stöðugri endurskoðun í ljósi breyttra skattstofna, nýting auðlinda verði í öllum tilfellum sjálfbær og greina þurfi betur áhrif sjálfvirknivæðingar á landsbyggðina og brothættar byggðir. Þá þurfi að leysa áskoranir tengdum breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og flæði fólks milli landa. „Vonandi munu þessar hugmyndir síast í gegn en ég á von á því að þetta sé kannski fyrst og fremst kannski bara fyrsta atlagan að því að opna meiri umræðu um hvert við ætlum að fara sem samfélag,“ segir Smári.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fleiri fréttir Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Sjá meira