Friðarsúlan ekki skökk Garðar Örn Úlfarsson og Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Frá tendrun Friðarsúlunnar í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Ernir Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?