Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 06:15 Gísli segir Ratcliffe ekki seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. Nordicphotos/Getty Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira