Fá rítalín eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín Ari Brynjólfsson skrifar 8. nóvember 2019 07:15 Dæmi eru um að sjúklingar fái lyfin afhent í gistiskýlinu við Lindargötu. Fréttablaðið/Anton Brink Hópur langt leiddra vímuefnaneytenda með alvarlega smitsjúkdóma fær úthlutað Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín. Markmiðið er að draga úr útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C meðal vímuefnaneytenda. Starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sjá um að koma lyfjunum til einstaklinganna. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir að um sé að ræða fimm til sex einstaklinga. „Til þess að ná árangri þá gerum við samning við þessa einstaklinga. Við skoðum sjúkrasögu þeirra og ef það er læknisfræðileg ástæða til að ávísa ávanabindandi lyfjum þá gerum við samning við þá. Þá ávísum við ýmist sterku verkjalyfi eða örvandi lyfi í einni töflu gegn því að þeir taki HIV-lyf eða lyf við lifrarbólgu C,“ segir Már. Oftast er það heimilislæknir sem ávísar lyfinu. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og gefið góða raun. „Okkur hefur tekist að halda þessum einstaklingum, sem hafa engin önnur úrræði, veirufríum,“ segir Már. Vill hann að verkefnið verði eflt. „Oftast nær þarf ekki að grípa til þessa. Það er fullt af fíklum sem þrátt fyrir sína neyslu geta sinnt sinni meðferð, en það er smá kjarni sem er svo langt leiddur að þeir geta ekki komið og er ekki treystandi fyrir lyfjunum.“Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins “Ég skil læknana mjög vel, þeir eru í erfiðri stöðu með þau úrræði sem eru í boði. Það sem við þurfum er meðferðarfangelsi.”Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur vakið athygli á málinu að undanförnu. „Úrræðaleysið hefur orðið til þess að okkar verst stöddu fíklar kúga út úr kerfinu kolólögleg lyf,“ segir Baldur „Þeir fá sterk lyfseðilsskyld lyf, sem þeir mylja. Þeir fá svo afhentan búnað, sprautur, nálar, teygjur til að binda um handlegginn, bolla til að malla efnin í og svo fá þeir baðaðstöðuna á Lindargötu til að nota sem neyslurými.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur undir með Má að það þurfi að efla starfið. Tekur hún fram að það sé aldrei starfsmaður gistiskýlisins sem útdeili lyfjunum, heldur starfsmaður vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar. „Það er alltaf hjúkrunarfræðingur sem sér um lyfjagjöf,“ segir Hrafnhildur. Baldur segir einstaklingana hafa hótað að smita aðra ef þeir fá ekki stærri skammta. „Það eru dæmi um að þeir hafi hótað að dreifa blóðugum nálum á leikskólalóðum.“ Már segir að ekki sé um að ræða stóra skammta og það sé ekki hægt að semja um þá. „Neysla þessa fólks er miklu meiri en sem nemur þessu, það vitum við. Þetta er nægilega góður díll fyrir þessa einstaklinga til að þeir láti sig hafa þetta og taki veirulyfin, það er það sem skiptir máli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sitt embætti ekki eiga aðkomu að þessu, en hann viti af ýmsum brögðum sem læknar beiti til að meðhöndla sjúklinga. „Þeir sem eru að meðhöndla einstaklinga sem eru með mjög alvarlega og smitandi sjúkdóma eru með alls konar tilfæringar til að ná fram samvinnu og veita fólki meðferð við smitsjúkdómum,“ segir hann. „Það eru mjög erfiðir einstaklingar þarna úti sem er erfitt að eiga við, þá þurfa menn að beita alls konar ráðum.“ Hann fagnar því að læknar geti sýnt sveigjanleika. „Þessi skaðaminnkandi úrræði eru einmitt til þess að auðvelda samstarf við þennan hóp.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Lyf Reykjavík Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Hópur langt leiddra vímuefnaneytenda með alvarlega smitsjúkdóma fær úthlutað Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín. Markmiðið er að draga úr útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C meðal vímuefnaneytenda. Starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sjá um að koma lyfjunum til einstaklinganna. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir að um sé að ræða fimm til sex einstaklinga. „Til þess að ná árangri þá gerum við samning við þessa einstaklinga. Við skoðum sjúkrasögu þeirra og ef það er læknisfræðileg ástæða til að ávísa ávanabindandi lyfjum þá gerum við samning við þá. Þá ávísum við ýmist sterku verkjalyfi eða örvandi lyfi í einni töflu gegn því að þeir taki HIV-lyf eða lyf við lifrarbólgu C,“ segir Már. Oftast er það heimilislæknir sem ávísar lyfinu. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og gefið góða raun. „Okkur hefur tekist að halda þessum einstaklingum, sem hafa engin önnur úrræði, veirufríum,“ segir Már. Vill hann að verkefnið verði eflt. „Oftast nær þarf ekki að grípa til þessa. Það er fullt af fíklum sem þrátt fyrir sína neyslu geta sinnt sinni meðferð, en það er smá kjarni sem er svo langt leiddur að þeir geta ekki komið og er ekki treystandi fyrir lyfjunum.“Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins “Ég skil læknana mjög vel, þeir eru í erfiðri stöðu með þau úrræði sem eru í boði. Það sem við þurfum er meðferðarfangelsi.”Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur vakið athygli á málinu að undanförnu. „Úrræðaleysið hefur orðið til þess að okkar verst stöddu fíklar kúga út úr kerfinu kolólögleg lyf,“ segir Baldur „Þeir fá sterk lyfseðilsskyld lyf, sem þeir mylja. Þeir fá svo afhentan búnað, sprautur, nálar, teygjur til að binda um handlegginn, bolla til að malla efnin í og svo fá þeir baðaðstöðuna á Lindargötu til að nota sem neyslurými.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur undir með Má að það þurfi að efla starfið. Tekur hún fram að það sé aldrei starfsmaður gistiskýlisins sem útdeili lyfjunum, heldur starfsmaður vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar. „Það er alltaf hjúkrunarfræðingur sem sér um lyfjagjöf,“ segir Hrafnhildur. Baldur segir einstaklingana hafa hótað að smita aðra ef þeir fá ekki stærri skammta. „Það eru dæmi um að þeir hafi hótað að dreifa blóðugum nálum á leikskólalóðum.“ Már segir að ekki sé um að ræða stóra skammta og það sé ekki hægt að semja um þá. „Neysla þessa fólks er miklu meiri en sem nemur þessu, það vitum við. Þetta er nægilega góður díll fyrir þessa einstaklinga til að þeir láti sig hafa þetta og taki veirulyfin, það er það sem skiptir máli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sitt embætti ekki eiga aðkomu að þessu, en hann viti af ýmsum brögðum sem læknar beiti til að meðhöndla sjúklinga. „Þeir sem eru að meðhöndla einstaklinga sem eru með mjög alvarlega og smitandi sjúkdóma eru með alls konar tilfæringar til að ná fram samvinnu og veita fólki meðferð við smitsjúkdómum,“ segir hann. „Það eru mjög erfiðir einstaklingar þarna úti sem er erfitt að eiga við, þá þurfa menn að beita alls konar ráðum.“ Hann fagnar því að læknar geti sýnt sveigjanleika. „Þessi skaðaminnkandi úrræði eru einmitt til þess að auðvelda samstarf við þennan hóp.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Lyf Reykjavík Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira