Troðið með stæl Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 15:30 Skótískunni halda engin bönd á leikvöllum NBA þar sem áhorfendur fylgjast grannt með jafnt körfubolta og skóm. NBA-deildin í körfubolta leyfir nú annað leikárið í röð að leikmenn klæðist íþróttaskóm í hvaða lit og munstri sem er. Það hefur sett skemmtilegan blæ á bandarísku körfuboltasenuna og margir reka upp stór augu þegar þeir sjá skrautlegt skótau NBA-liða í upphafi leiktíðarinnar. Það að skærustu stjörnur NBA geti nú klæðst æpandi litum og skræpóttu munstri eftir eigin höfði á vafalaust eftir að hafa áhrif á gjörvallan tískuheiminn og aðdáendur sportsins um heim allan.Galopnar skóskápinn Það var framherjinn PJ Tucker hjá Houston Rockets sem hleypti þessari nýjung óformlega af stað því hann hefur á undanförnum árum glatt bæði áhorfendur og leikmenn með því að mæta til leiks í fágætum og litríkum Nike-skóm. Tucker hefur verið samningsbundinn Nike allan sinn leikferil en losnaði undan samningnum 1. október síðastliðinn. Önnur íþróttavörumerki slást nú um að fá PJ Tucker til liðs við sig en hann hefur tekið ákvörðun um að njóta þess að vera samningslaus næstu mánuði til að geta klætt sig í hvaða skó sem er.P.J. Tucker í búningi Houston Rockets.NORDICPHOTOS/GETTY„Mig langar að vera frjáls. Nú get ég loksins galopnað skóskápinn og klæðst hvaða skóm sem hugurinn girnist og það mun ég gera á hverjum degi þar til ég skrifa undir næsta samning. Ég vil því skoða hvert einasta merki til að sjá hvað höfðar mest til mín,“ sagði Tucker í samtali við fjölmiðilinn ESPN.Ekki alltaf í sömu skónum Skósafn Tuckers geymir þúsundir skópara í stærðinni 47. „Ég hef aldrei viljað spila í einni merkjavöru og vil það ekki enn. Ég vil ekki vera alltaf í sömu skónum og hef þörf fyrir fjölbreytileika. Það er alveg möguleiki að spila alla leiktíðina án samnings og mér þætti það sko alls ekki leiðinlegt. Ég verð heldur pottþétt ekki uppiskroppa með skó!“ sagði Tucker hinn kátasti. Í fyrstu leikviku NBA á dögunum mætti Tucker í bleikum og grænum Vans-strigaskóm en með gamla, rauða Kobe Bryant-skó frá Adidas til vara. Á heimavelli gegn New Orleans steig hann inn á völlinn í nýjum ólífugrænum og svörtum Jordan 6 Retro Travis Scott-skóm með Cactus Jack-þema. „Ég bara varð að mæta í Travis 6 áður en einhver annar gerði það,“ sagði Tucker fyrir leikinn. Hann leitar logandi ljósi að nýjum og gömlum körfuboltaskóm hvert sem hann fer. „Í stað þess að mega bara klæðast Nike get ég nú klætt mig í hvaða skó sem er. Ég gat loksins farið út í Pharrell N.E.R.D. frá Adidas um daginn og þeir eru svakalegir. Einir af mínum uppáhalds.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta leyfir nú annað leikárið í röð að leikmenn klæðist íþróttaskóm í hvaða lit og munstri sem er. Það hefur sett skemmtilegan blæ á bandarísku körfuboltasenuna og margir reka upp stór augu þegar þeir sjá skrautlegt skótau NBA-liða í upphafi leiktíðarinnar. Það að skærustu stjörnur NBA geti nú klæðst æpandi litum og skræpóttu munstri eftir eigin höfði á vafalaust eftir að hafa áhrif á gjörvallan tískuheiminn og aðdáendur sportsins um heim allan.Galopnar skóskápinn Það var framherjinn PJ Tucker hjá Houston Rockets sem hleypti þessari nýjung óformlega af stað því hann hefur á undanförnum árum glatt bæði áhorfendur og leikmenn með því að mæta til leiks í fágætum og litríkum Nike-skóm. Tucker hefur verið samningsbundinn Nike allan sinn leikferil en losnaði undan samningnum 1. október síðastliðinn. Önnur íþróttavörumerki slást nú um að fá PJ Tucker til liðs við sig en hann hefur tekið ákvörðun um að njóta þess að vera samningslaus næstu mánuði til að geta klætt sig í hvaða skó sem er.P.J. Tucker í búningi Houston Rockets.NORDICPHOTOS/GETTY„Mig langar að vera frjáls. Nú get ég loksins galopnað skóskápinn og klæðst hvaða skóm sem hugurinn girnist og það mun ég gera á hverjum degi þar til ég skrifa undir næsta samning. Ég vil því skoða hvert einasta merki til að sjá hvað höfðar mest til mín,“ sagði Tucker í samtali við fjölmiðilinn ESPN.Ekki alltaf í sömu skónum Skósafn Tuckers geymir þúsundir skópara í stærðinni 47. „Ég hef aldrei viljað spila í einni merkjavöru og vil það ekki enn. Ég vil ekki vera alltaf í sömu skónum og hef þörf fyrir fjölbreytileika. Það er alveg möguleiki að spila alla leiktíðina án samnings og mér þætti það sko alls ekki leiðinlegt. Ég verð heldur pottþétt ekki uppiskroppa með skó!“ sagði Tucker hinn kátasti. Í fyrstu leikviku NBA á dögunum mætti Tucker í bleikum og grænum Vans-strigaskóm en með gamla, rauða Kobe Bryant-skó frá Adidas til vara. Á heimavelli gegn New Orleans steig hann inn á völlinn í nýjum ólífugrænum og svörtum Jordan 6 Retro Travis Scott-skóm með Cactus Jack-þema. „Ég bara varð að mæta í Travis 6 áður en einhver annar gerði það,“ sagði Tucker fyrir leikinn. Hann leitar logandi ljósi að nýjum og gömlum körfuboltaskóm hvert sem hann fer. „Í stað þess að mega bara klæðast Nike get ég nú klætt mig í hvaða skó sem er. Ég gat loksins farið út í Pharrell N.E.R.D. frá Adidas um daginn og þeir eru svakalegir. Einir af mínum uppáhalds.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira