Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Ari Brynjólfsson skrifar 7. nóvember 2019 06:15 Þjónustusamningur ráðuneytisins við RÚV rennur út um áramót. Fréttablaðið/Pjetur Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira