Margrét Magnúsdóttur, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin sem starfandi útvarpsstjóri. Hún mun taka við þegar Magnús Geir Þórðarson hættir sem útvarpsstjóri í janúar en hann hefur verið ráðinn sem Þjóðleikhússtjóri.
Í yfirlýsingu á vef RÚV segir að stjórn stofnunarinnar hafi komist að þessari niðurstöðu fyrr í dag. Þar kemur einnig fram að samið verði við Magnús Geir á næstunni um það hvernig starfslokum hans verður háttað.
Til stendur að auglýsa stöðu Útvarpsstjóra bráðlega.
