Keilarinn Arnar Davíð Jónsson var grátlega nálægt því að vinna mót á heimsmótaröðinni í keilu í dag.
Arnar Davíð mætti Englendingnum Don Barrett í úrslitaleiknum og leikurinn var frábær skemmtun. Leikurinn fór alla leið. Barrett þurfti fellu í lokaskotinu til þess að vinna. Englendingurinn var ískaldur og kláraði skotið.
Okkar maður velgdi reynsluboltanum undir uggum og þó svo hann hafi misst af sex milljón króna verðlaunum gekk hann ekki burt með tómar hendur því hann fékk rúmar þrjár milljónir króna fyrir annað sætið.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur keilari kemst svona langt á þetta stóru móti og verður áhugavert að fylgjast með okkar manni í framtíðinni.
Arnar tapaði í jöfnum leik og missti af sex milljón króna verðlaunum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
