„Gjafir eru yður gefnar” Hjálmar Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 11:00 Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun