MSN - Skilaboð til Alþingis Sigrún Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 10:15 Á síðastliðnum tíu árum hafa þrjú lánasjóðsfrumvörp verið lögð fyrir Alþingi, enn sem komið er hefur ekkert þeirra verið samþykkt. Í gær fór fram fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna (MSN) sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentar hafa lengi beðið eftir styrkjakerfi sem er byggt upp að norrænni fyrirmynd. Ljóst er að núverandi kerfi þjónar ekki tilgangi sínum og er löngu tímabært að nýtt og betrumbætt kerfi líti dagsins ljós. Eins og mennta- og menningarmálaráðherra hefur sjálf sagt þá er menntakerfið eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við höfum. Aðgengi allra að háskólanámi á að vera tryggt og spilar lánasjóðurinn þar lykilhlutverk. Markmiðið með lögum um MSN er að tryggja þeim sem falla undir lögin, tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með MSN eru lagðar fram talsverðar breytingar frá núverandi kerfi. Veigamestu breytingarnar felast í innleiðingu beins styrkjakerfis og breyttum vaxtakjörum. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra og sömuleiðis verða veittir styrkir fyrir framfærslu barna sem er mikil kjarabót. Á móti kemur að vextir verða breytilegir markaðsvextir og því verða kjörin afar ólík núverandi vaxtakjörum, þar sem vextir hafa verið fastir í 1% frá árinu 1992. Það er útgefið markmið ríkisstjórnarinnar að blása til stórsóknar í menntamálum, enda skilar hver króna sem stjórnvöld greiða til náms á háskólastigi sér áttfalt til baka. Vandfundnir eru þeir fjárfestingarmöguleikar sem ríkið hefur sem skila betri ávöxtun en fjárfesting í menntun. Alþingi fær hér eftirsóknarvert tækifæri til að auka enn á fjárfestingu í menntakerfinu og framtíðarkynslóðum landsins með því að setja þak á vaxtastig lána hjá Menntasjóði námsmanna. Íslenskt hagkerfi á ekki fallega sögu að baki sér þegar kemur að efnahagslegum stöðugleika, sem veldur því að háværar viðvörunarbjöllur hljóma í eyrum stúdenta, nú þegar ætlunin er að í fyrsta lagi hækka vexti og í öðru lagi gefa þá í hendur markaðsins. Ljóst er að þjóðhagslegur ávinningur af frumvarpinu er mikill, enda heildarmyndin góð, en hækkun vaxtastigs er óásættanleg og hefur sú afstaða stúdenta ætíð legið fyrir.Greinarhöfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS og er greinin hluti af herferð samtakanna um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum tíu árum hafa þrjú lánasjóðsfrumvörp verið lögð fyrir Alþingi, enn sem komið er hefur ekkert þeirra verið samþykkt. Í gær fór fram fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna (MSN) sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentar hafa lengi beðið eftir styrkjakerfi sem er byggt upp að norrænni fyrirmynd. Ljóst er að núverandi kerfi þjónar ekki tilgangi sínum og er löngu tímabært að nýtt og betrumbætt kerfi líti dagsins ljós. Eins og mennta- og menningarmálaráðherra hefur sjálf sagt þá er menntakerfið eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við höfum. Aðgengi allra að háskólanámi á að vera tryggt og spilar lánasjóðurinn þar lykilhlutverk. Markmiðið með lögum um MSN er að tryggja þeim sem falla undir lögin, tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með MSN eru lagðar fram talsverðar breytingar frá núverandi kerfi. Veigamestu breytingarnar felast í innleiðingu beins styrkjakerfis og breyttum vaxtakjörum. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra og sömuleiðis verða veittir styrkir fyrir framfærslu barna sem er mikil kjarabót. Á móti kemur að vextir verða breytilegir markaðsvextir og því verða kjörin afar ólík núverandi vaxtakjörum, þar sem vextir hafa verið fastir í 1% frá árinu 1992. Það er útgefið markmið ríkisstjórnarinnar að blása til stórsóknar í menntamálum, enda skilar hver króna sem stjórnvöld greiða til náms á háskólastigi sér áttfalt til baka. Vandfundnir eru þeir fjárfestingarmöguleikar sem ríkið hefur sem skila betri ávöxtun en fjárfesting í menntun. Alþingi fær hér eftirsóknarvert tækifæri til að auka enn á fjárfestingu í menntakerfinu og framtíðarkynslóðum landsins með því að setja þak á vaxtastig lána hjá Menntasjóði námsmanna. Íslenskt hagkerfi á ekki fallega sögu að baki sér þegar kemur að efnahagslegum stöðugleika, sem veldur því að háværar viðvörunarbjöllur hljóma í eyrum stúdenta, nú þegar ætlunin er að í fyrsta lagi hækka vexti og í öðru lagi gefa þá í hendur markaðsins. Ljóst er að þjóðhagslegur ávinningur af frumvarpinu er mikill, enda heildarmyndin góð, en hækkun vaxtastigs er óásættanleg og hefur sú afstaða stúdenta ætíð legið fyrir.Greinarhöfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS og er greinin hluti af herferð samtakanna um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar