Samræmt göngulag fornt Hjálmar Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 15:26 „En, guð sé oss næstur. Það gerist margt hér á landi. Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag. Skal dotta í geðlausri deyfð, sem á sama oss standi? Skal draga í svaðið hið íslenzka göngulag? Nei, aldrei skal takast þeim ættjarðarlausu bjánum, að eyða þeim siðferðismætti, sem hér stendur vörð. Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum! Og horfa með stilling og festu á íslenzka jörð!“ Mér varð hugsað til þessa kvæðis Steins Steinars og sérstaklega titils þess þegar ég velti fyrir mér ömurlegri framgöngu Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu við Blaðamannafélag Íslands. Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðrir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt og nú er svo sannarlega skrifaður nýr kafli í í sögu samskipta verkalýshreyfingar og atvinnurekenda. Það liggur nefnilega fyrir skjalfest og meitlað í stein að eina tilboð atvinnurekenda til BÍ í yfirstandandi kjaradeilu er verulega lægra en samið hefur verið um við allar aðrar stéttir og starfsgreinar í þessu samfélagi! Ég furða mig bara á því að eigendur þessara fjölmiðla, sem um ræðir, skuli sætta sig við þessa framgöngu SA, sem hefur gert það að verkum að í óefni stefnir. Svo höfum við blaðamenn auðvitað leyft okkur þá ósvinnu að hugsa sjálfstætt og hafa skoðun á því hvað kemur að mestum notum fyrir starfsgreinina: „Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag.“ Eða eins og blaðamaður til áratuga, sérlega seinþreyttur til vandræða, sendi mér í tilskrifi: „Blaðamannafélag Íslands fer með samningsumboð fyrir sína félagsmenn. Það gengur ekki í samningum tveggja aðila að annar setji hinum ófrávíkjanlegan úrslitakost. Blaðamannafélag Íslands átti ekki neina aðkomu að gerð lífskjarasamningsins og hann er því ekki samningur þess. Auk þess tekur hann ekki á veigamiklum atriðum sem varða starfsumhverfi og kjör blaðamanna.“Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Blaðamenn greiddu atkvæði með vinnustöðvunum Fyrsta vinnustöðvun blaðamanna verður föstudaginn 8. nóvember og nær til vefmiðla. 30. október 2019 17:34 Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að tefla lífskjarasamningum í hættu með því að semja á forsendum Blaðamannafélags Íslands. 30. október 2019 19:52 Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. 28. september 2019 18:30 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„En, guð sé oss næstur. Það gerist margt hér á landi. Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag. Skal dotta í geðlausri deyfð, sem á sama oss standi? Skal draga í svaðið hið íslenzka göngulag? Nei, aldrei skal takast þeim ættjarðarlausu bjánum, að eyða þeim siðferðismætti, sem hér stendur vörð. Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum! Og horfa með stilling og festu á íslenzka jörð!“ Mér varð hugsað til þessa kvæðis Steins Steinars og sérstaklega titils þess þegar ég velti fyrir mér ömurlegri framgöngu Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu við Blaðamannafélag Íslands. Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðrir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt og nú er svo sannarlega skrifaður nýr kafli í í sögu samskipta verkalýshreyfingar og atvinnurekenda. Það liggur nefnilega fyrir skjalfest og meitlað í stein að eina tilboð atvinnurekenda til BÍ í yfirstandandi kjaradeilu er verulega lægra en samið hefur verið um við allar aðrar stéttir og starfsgreinar í þessu samfélagi! Ég furða mig bara á því að eigendur þessara fjölmiðla, sem um ræðir, skuli sætta sig við þessa framgöngu SA, sem hefur gert það að verkum að í óefni stefnir. Svo höfum við blaðamenn auðvitað leyft okkur þá ósvinnu að hugsa sjálfstætt og hafa skoðun á því hvað kemur að mestum notum fyrir starfsgreinina: „Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag.“ Eða eins og blaðamaður til áratuga, sérlega seinþreyttur til vandræða, sendi mér í tilskrifi: „Blaðamannafélag Íslands fer með samningsumboð fyrir sína félagsmenn. Það gengur ekki í samningum tveggja aðila að annar setji hinum ófrávíkjanlegan úrslitakost. Blaðamannafélag Íslands átti ekki neina aðkomu að gerð lífskjarasamningsins og hann er því ekki samningur þess. Auk þess tekur hann ekki á veigamiklum atriðum sem varða starfsumhverfi og kjör blaðamanna.“Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands
Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00
Blaðamenn greiddu atkvæði með vinnustöðvunum Fyrsta vinnustöðvun blaðamanna verður föstudaginn 8. nóvember og nær til vefmiðla. 30. október 2019 17:34
Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að tefla lífskjarasamningum í hættu með því að semja á forsendum Blaðamannafélags Íslands. 30. október 2019 19:52
Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. 28. september 2019 18:30
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun