Hálkan getur leynst víða Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 07:00 Í gær var varað við því að mikil hálka myndist á vegum og gangstéttum sunnan- og suðvestanlands í nótt og nú í morgun. Vísir/vilhelm Veðurfræðingur biður ferðalanga að hafa í huga að hálka geti leynst víða á landinu í dag, ýmist vegna þess að bleyta gærdagsins hafi frosið í glæran ís eða vegna snjóþekju. Austlæg átt verður annars ráðandi í dag og sums staðar slydda. Vindur verður yfirleitt hægur þó hann geti náð um 10 metrum á Vestfjörðum og með suðurströndinni. Á suðaustanverðu landinu verður slydda eða snjókoma viðloðandi í allan dag. „Á Vesturlandi er farið að létta til og ætti að verða þokkalega bjart þegar kemur fram á daginn. Á norðanverðu landinu hefur verið lítlsháttar snjómugga í nótt, en það ætti að stytta upp á næstu klukkustundum og rofa til síðdegis á þeim slóðum. Það er frost um mestallt land, en hiti gæti náð að skríða yfir frostmarkið á sumum stöðum við sjóinn yfir hádaginn.“ Í gær var varað við því að mikil hálka myndist á vegum og gangstéttum sunnan- og suðvestanlands í nótt og nú í morgun. Þar sé höfuðborgarsvæðið með talið. Kalt var í nótt og frysti á blautum vegum. Hálkuviðvörun er enn í gildi á vef Veðurstofunnar. Á morgun og fimmtudag er áfram útlit fyrir hæglætisveður víðast hvar á landinu, úrkomulítið og bjart á köflum. „Að lokum má nefna að spár gera ráð fyrir að hvessi á sunnanverðu landinu á föstudag með úrkomu (rigning eða slydda á láglendi), en þurrt og skaplegri vindur norðantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Vetrarfærð er í öllum landshlutum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Greiðfært er á höfuðborgarsvæðinu, Kjalarnesi og á Reykjanesbraut.Yfirlit: Vetrarfærð er í öllum landshlutum, éljagangur er á Norðaustur- og Austurlandi en snjókoma á Suðausturlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 5, 2019 Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg átt 3-8 m/s, úrkomulaust og bjart á köflum, en 8-13 og él með suðurströndinni. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við suður- og vesturströndina.Á fimmtudag:Suðlæg átt 3-8 m/s. Dálítil slydda eða snjókoma um tíma á Vestfjörðum og stöku él sunnanlands, en bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt á sunnanverðu landinu með rigningu eða slyddu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur norðantil, þurrt og vægt frost.Á laugardag:Austan 8-13, en 13-18 syðst. Bjartviðri norðan- og vestanlands, en rigning eða slydda suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.Á sunnudag og mánudag:Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni. Veður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Veðurfræðingur biður ferðalanga að hafa í huga að hálka geti leynst víða á landinu í dag, ýmist vegna þess að bleyta gærdagsins hafi frosið í glæran ís eða vegna snjóþekju. Austlæg átt verður annars ráðandi í dag og sums staðar slydda. Vindur verður yfirleitt hægur þó hann geti náð um 10 metrum á Vestfjörðum og með suðurströndinni. Á suðaustanverðu landinu verður slydda eða snjókoma viðloðandi í allan dag. „Á Vesturlandi er farið að létta til og ætti að verða þokkalega bjart þegar kemur fram á daginn. Á norðanverðu landinu hefur verið lítlsháttar snjómugga í nótt, en það ætti að stytta upp á næstu klukkustundum og rofa til síðdegis á þeim slóðum. Það er frost um mestallt land, en hiti gæti náð að skríða yfir frostmarkið á sumum stöðum við sjóinn yfir hádaginn.“ Í gær var varað við því að mikil hálka myndist á vegum og gangstéttum sunnan- og suðvestanlands í nótt og nú í morgun. Þar sé höfuðborgarsvæðið með talið. Kalt var í nótt og frysti á blautum vegum. Hálkuviðvörun er enn í gildi á vef Veðurstofunnar. Á morgun og fimmtudag er áfram útlit fyrir hæglætisveður víðast hvar á landinu, úrkomulítið og bjart á köflum. „Að lokum má nefna að spár gera ráð fyrir að hvessi á sunnanverðu landinu á föstudag með úrkomu (rigning eða slydda á láglendi), en þurrt og skaplegri vindur norðantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Vetrarfærð er í öllum landshlutum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Greiðfært er á höfuðborgarsvæðinu, Kjalarnesi og á Reykjanesbraut.Yfirlit: Vetrarfærð er í öllum landshlutum, éljagangur er á Norðaustur- og Austurlandi en snjókoma á Suðausturlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 5, 2019 Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg átt 3-8 m/s, úrkomulaust og bjart á köflum, en 8-13 og él með suðurströndinni. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við suður- og vesturströndina.Á fimmtudag:Suðlæg átt 3-8 m/s. Dálítil slydda eða snjókoma um tíma á Vestfjörðum og stöku él sunnanlands, en bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt á sunnanverðu landinu með rigningu eða slyddu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur norðantil, þurrt og vægt frost.Á laugardag:Austan 8-13, en 13-18 syðst. Bjartviðri norðan- og vestanlands, en rigning eða slydda suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.Á sunnudag og mánudag:Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.
Veður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira