Krefjast vettvangsferðar í bústaðinn í Borgarfirði þar sem amfetamín var framleitt Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 12:15 Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Vísir/Vilhelm Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu mun ákveða í dag hvort hann ásamt saksóknara og verjendum fari í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaði í Borgarfirði. Var framleiðslan stöðvuð í umfangsmikilli aðgerð lögreglu sjöunda júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Heyholti og fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga.Vildu tvær vettvangsferðir Verjendur í málinu gerðu kröfu um tvær vettvangsferðir. Vildu þeir annars vegar fara að bílaleigu í Keflavík og hins vegar að sumarbústaðabyggðinni í Heyholti þar sem amfetamínframleiðslan var stöðvuð. Dómarinn í málinu útilokaði strax vettvangsferð að bílaleigunni en sagðist ætla að íhuga að fara í Heyholt. Mun dómarinn kynna ákvörðun sína í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Með vettvangsferðinni vilja verjendur að betri skilningur fáist á aðstæðum í Heyholti. Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni. Þeir hafa allir neitað sök. Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira