Svikin? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Hversu oft höfum við ekki heyrt þá fullyrðingu að þjóðin hafi samþykkt nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs í kosningu? Oft. Svo oft að fullt af fólki er farið að trúa þessu. En þessi fullyrðing er röng og sérstakt rannsóknarefni er hvers vegna fólk sem á að vita betur, heldur þessu statt og stöðugt fram. Spurningin sem Jóhönnustjórnin lagði fyrir kjósendur var nefnilega svona: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Allir sem eru búnir með tíu ára bekk átta sig á því að hér er ekki verið að kjósa með eða á móti tillögu stjórnlagaráðs. Ef það væri tilgangurinn þá hefði spurningin á atkvæðaseðlinum til dæmis hljóðað svona: „Vilt þú að Alþingi samþykki tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem nýja stjórnarskrá fyrir Ísland?“ eða eitthvert slíkt orðalag sem hefði með afgerandi hætti lagt tillögu stjórnlagaráðsins fram til samþykkis eða synjunar. En það var ekki gert. Í staðinn kom hið veiklulega og hjárænulega orðalag „lagðar til grundvallar“. Opið í alla enda og ekki með nokkru móti hægt að túlka sem svo að þjóðin hafi þar með endanlega samþykkt þessar 115 tillögur stjórnlagaráðsins. Samt er þrástagast á því að þjóðin hafi samþykkt þessar tillögur að nýrri stjórnarskrá og síðan hafi andstyggilegt fólk á Alþingi (aðallega í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki) komið í veg fyrir að vilji þjóðarinnar gengi eftir. Væri ekki snjallt hjá einhverjum blaðamanni að senda Jóhönnu Sigurðardóttur spurningu um hvers vegna hún lagði ekki tillögur stjórnlagaráðsins fram sem nýja stjórnarskrá til samþykktar eða synjunar? Það væri fróðlegt að heyra svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu oft höfum við ekki heyrt þá fullyrðingu að þjóðin hafi samþykkt nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs í kosningu? Oft. Svo oft að fullt af fólki er farið að trúa þessu. En þessi fullyrðing er röng og sérstakt rannsóknarefni er hvers vegna fólk sem á að vita betur, heldur þessu statt og stöðugt fram. Spurningin sem Jóhönnustjórnin lagði fyrir kjósendur var nefnilega svona: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Allir sem eru búnir með tíu ára bekk átta sig á því að hér er ekki verið að kjósa með eða á móti tillögu stjórnlagaráðs. Ef það væri tilgangurinn þá hefði spurningin á atkvæðaseðlinum til dæmis hljóðað svona: „Vilt þú að Alþingi samþykki tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem nýja stjórnarskrá fyrir Ísland?“ eða eitthvert slíkt orðalag sem hefði með afgerandi hætti lagt tillögu stjórnlagaráðsins fram til samþykkis eða synjunar. En það var ekki gert. Í staðinn kom hið veiklulega og hjárænulega orðalag „lagðar til grundvallar“. Opið í alla enda og ekki með nokkru móti hægt að túlka sem svo að þjóðin hafi þar með endanlega samþykkt þessar 115 tillögur stjórnlagaráðsins. Samt er þrástagast á því að þjóðin hafi samþykkt þessar tillögur að nýrri stjórnarskrá og síðan hafi andstyggilegt fólk á Alþingi (aðallega í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki) komið í veg fyrir að vilji þjóðarinnar gengi eftir. Væri ekki snjallt hjá einhverjum blaðamanni að senda Jóhönnu Sigurðardóttur spurningu um hvers vegna hún lagði ekki tillögur stjórnlagaráðsins fram sem nýja stjórnarskrá til samþykktar eða synjunar? Það væri fróðlegt að heyra svarið.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar