Hettusóttarfaraldur í einu stærsta fangelsi heims Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. nóvember 2019 08:45 400 fangar hafa verið settir í einangrun í Karlafangelsinu. Nordicphotos/Getty Um fjögur hundruð fangar í karlafangelsi sýslumannsins í Los Angeles eru í einangrun vegna hettusóttarfaraldurs. Fangi á þriðju hæð fangelsisins var skoðaður af lækni vegna flensueinkenna og bólginna kirtla í hálsi og þá kom í ljós að hann var með hettusótt. Síðan þá hafa 18 fangar smitast og var ákveðið að einangra bæði aðra og þriðju hæðina. Grunur leikur einnig á að þrír starfsmenn fangelsisins séu smitaðir. „Við tökum einn dag í einu,“ sagði Jason Wolak sem hefur umsjón með einangruninni sem standa mun yfir til 21. nóvember. Alls hafa 350 fangar og 200 starfsmenn þegar verið bólusettir. Karlafangelsið er stærsta fangelsi borgarinnar og eitt af þeim stærri í heiminum. Það var opnað árið 1963 og hýsir að jafnaði 4.300 fanga. Margar stjörnur hafa setið í fangelsinu um hríð, til dæmis O.J. Simpson, Sean Penn, Richard Pryor og Tommy Lee. Hettusótt, sem er veirusýking, er mun alvarlegri í fullorðnum en börnum. Hún getur leitt af sér heilahimnubólgu, bólgur í brisi, hjarta og eistum og valdið varanlegu heyrnarleysi. Hettusótt smitast bæði með beinni snertingu og óbeinni, svo sem með því að taka upp hlut sem sýktur einstaklingur hefur haldið á. Bóluefni var fundið upp árið 1948 og hefur tilfellum fækkað æ síðan. Reglulega koma upp hettusóttarfaraldrar í þróunarlöndunum þar sem minna er til af bóluefninu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Um fjögur hundruð fangar í karlafangelsi sýslumannsins í Los Angeles eru í einangrun vegna hettusóttarfaraldurs. Fangi á þriðju hæð fangelsisins var skoðaður af lækni vegna flensueinkenna og bólginna kirtla í hálsi og þá kom í ljós að hann var með hettusótt. Síðan þá hafa 18 fangar smitast og var ákveðið að einangra bæði aðra og þriðju hæðina. Grunur leikur einnig á að þrír starfsmenn fangelsisins séu smitaðir. „Við tökum einn dag í einu,“ sagði Jason Wolak sem hefur umsjón með einangruninni sem standa mun yfir til 21. nóvember. Alls hafa 350 fangar og 200 starfsmenn þegar verið bólusettir. Karlafangelsið er stærsta fangelsi borgarinnar og eitt af þeim stærri í heiminum. Það var opnað árið 1963 og hýsir að jafnaði 4.300 fanga. Margar stjörnur hafa setið í fangelsinu um hríð, til dæmis O.J. Simpson, Sean Penn, Richard Pryor og Tommy Lee. Hettusótt, sem er veirusýking, er mun alvarlegri í fullorðnum en börnum. Hún getur leitt af sér heilahimnubólgu, bólgur í brisi, hjarta og eistum og valdið varanlegu heyrnarleysi. Hettusótt smitast bæði með beinni snertingu og óbeinni, svo sem með því að taka upp hlut sem sýktur einstaklingur hefur haldið á. Bóluefni var fundið upp árið 1948 og hefur tilfellum fækkað æ síðan. Reglulega koma upp hettusóttarfaraldrar í þróunarlöndunum þar sem minna er til af bóluefninu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira