Hettusóttarfaraldur í einu stærsta fangelsi heims Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. nóvember 2019 08:45 400 fangar hafa verið settir í einangrun í Karlafangelsinu. Nordicphotos/Getty Um fjögur hundruð fangar í karlafangelsi sýslumannsins í Los Angeles eru í einangrun vegna hettusóttarfaraldurs. Fangi á þriðju hæð fangelsisins var skoðaður af lækni vegna flensueinkenna og bólginna kirtla í hálsi og þá kom í ljós að hann var með hettusótt. Síðan þá hafa 18 fangar smitast og var ákveðið að einangra bæði aðra og þriðju hæðina. Grunur leikur einnig á að þrír starfsmenn fangelsisins séu smitaðir. „Við tökum einn dag í einu,“ sagði Jason Wolak sem hefur umsjón með einangruninni sem standa mun yfir til 21. nóvember. Alls hafa 350 fangar og 200 starfsmenn þegar verið bólusettir. Karlafangelsið er stærsta fangelsi borgarinnar og eitt af þeim stærri í heiminum. Það var opnað árið 1963 og hýsir að jafnaði 4.300 fanga. Margar stjörnur hafa setið í fangelsinu um hríð, til dæmis O.J. Simpson, Sean Penn, Richard Pryor og Tommy Lee. Hettusótt, sem er veirusýking, er mun alvarlegri í fullorðnum en börnum. Hún getur leitt af sér heilahimnubólgu, bólgur í brisi, hjarta og eistum og valdið varanlegu heyrnarleysi. Hettusótt smitast bæði með beinni snertingu og óbeinni, svo sem með því að taka upp hlut sem sýktur einstaklingur hefur haldið á. Bóluefni var fundið upp árið 1948 og hefur tilfellum fækkað æ síðan. Reglulega koma upp hettusóttarfaraldrar í þróunarlöndunum þar sem minna er til af bóluefninu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Um fjögur hundruð fangar í karlafangelsi sýslumannsins í Los Angeles eru í einangrun vegna hettusóttarfaraldurs. Fangi á þriðju hæð fangelsisins var skoðaður af lækni vegna flensueinkenna og bólginna kirtla í hálsi og þá kom í ljós að hann var með hettusótt. Síðan þá hafa 18 fangar smitast og var ákveðið að einangra bæði aðra og þriðju hæðina. Grunur leikur einnig á að þrír starfsmenn fangelsisins séu smitaðir. „Við tökum einn dag í einu,“ sagði Jason Wolak sem hefur umsjón með einangruninni sem standa mun yfir til 21. nóvember. Alls hafa 350 fangar og 200 starfsmenn þegar verið bólusettir. Karlafangelsið er stærsta fangelsi borgarinnar og eitt af þeim stærri í heiminum. Það var opnað árið 1963 og hýsir að jafnaði 4.300 fanga. Margar stjörnur hafa setið í fangelsinu um hríð, til dæmis O.J. Simpson, Sean Penn, Richard Pryor og Tommy Lee. Hettusótt, sem er veirusýking, er mun alvarlegri í fullorðnum en börnum. Hún getur leitt af sér heilahimnubólgu, bólgur í brisi, hjarta og eistum og valdið varanlegu heyrnarleysi. Hettusótt smitast bæði með beinni snertingu og óbeinni, svo sem með því að taka upp hlut sem sýktur einstaklingur hefur haldið á. Bóluefni var fundið upp árið 1948 og hefur tilfellum fækkað æ síðan. Reglulega koma upp hettusóttarfaraldrar í þróunarlöndunum þar sem minna er til af bóluefninu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira