Göfuglyndi á villigötum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 2. nóvember 2019 08:00 Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun