Göfuglyndi á villigötum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 2. nóvember 2019 08:00 Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun