Segja gjaldkera hafa kafað djúpt í vasa Sportkafarafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:46 Sportkafarafélagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty Sportkafarafélag Íslands sakar gjaldkera félagsins um að hafa tæmt reikninga þess og dregið sér samtals rúmar þrjár milljónir króna. Greint er frá ásökununum í færslu sem Sportkafarafélagið birti á Facebook í gærkvöldi. Formaður Sportkafarafélagsins staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hyggist kæra gjaldkerann til lögreglu. Í færslu félagsins, sem birt var seint í gærkvöldi, kemur fram að haldinn hafi verið „erfiður neyðarfundur“ vegna meints fjárdráttar í gær. „Gjaldkeri félagsins náði að hreinsa alla reikninga okkar niður í 0 krónur og hætti auk þess að greiða reikningana okkar sem og endurgreiðslur trygginga vegna leigu í nokkurn tíma undanfarið,“ segir í færslunni. Félagið væri þess vegna skuldugt um þessar mundir. Hugmyndir um úrbætur á því hefðu verið ræddar á fundinum í gær og að endingu hefði verið fallist á að senda strax út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld næsta árs. Þá verði lögð fram kæra til lögreglu á hendur gjaldkeranum og málinu fylgt eftir „af fullri hörku“. Færsluna má sjá hér að neðan.Færsla Sportkafarafélags Íslands sem birt var í gærkvöldi.Skjáskot/FacebookArnbjörn Kristjánsson formaður Sportkafarafélag Íslands staðfestir í samtali við Vísi að félagið telji gjaldkerann hafa dregið sér fé af reikningum félagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Þá séu stjórnendur félagsins búnir að safna saman gögnum og fá tíma hjá lögreglu til að leggja fram kæru. Gjaldkerinn vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Sportkafarafélag Íslands var stofnað árið 1982. Félagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins hafa virkir félagsmenn verið árlega allt að 75 talsins. Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Sportkafarafélag Íslands sakar gjaldkera félagsins um að hafa tæmt reikninga þess og dregið sér samtals rúmar þrjár milljónir króna. Greint er frá ásökununum í færslu sem Sportkafarafélagið birti á Facebook í gærkvöldi. Formaður Sportkafarafélagsins staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hyggist kæra gjaldkerann til lögreglu. Í færslu félagsins, sem birt var seint í gærkvöldi, kemur fram að haldinn hafi verið „erfiður neyðarfundur“ vegna meints fjárdráttar í gær. „Gjaldkeri félagsins náði að hreinsa alla reikninga okkar niður í 0 krónur og hætti auk þess að greiða reikningana okkar sem og endurgreiðslur trygginga vegna leigu í nokkurn tíma undanfarið,“ segir í færslunni. Félagið væri þess vegna skuldugt um þessar mundir. Hugmyndir um úrbætur á því hefðu verið ræddar á fundinum í gær og að endingu hefði verið fallist á að senda strax út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld næsta árs. Þá verði lögð fram kæra til lögreglu á hendur gjaldkeranum og málinu fylgt eftir „af fullri hörku“. Færsluna má sjá hér að neðan.Færsla Sportkafarafélags Íslands sem birt var í gærkvöldi.Skjáskot/FacebookArnbjörn Kristjánsson formaður Sportkafarafélag Íslands staðfestir í samtali við Vísi að félagið telji gjaldkerann hafa dregið sér fé af reikningum félagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Þá séu stjórnendur félagsins búnir að safna saman gögnum og fá tíma hjá lögreglu til að leggja fram kæru. Gjaldkerinn vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Sportkafarafélag Íslands var stofnað árið 1982. Félagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins hafa virkir félagsmenn verið árlega allt að 75 talsins.
Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira