Vilja opna umræðu um eftirsjá og móðurhlutverkið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 13:22 Rannsakendur við Háskóla Íslands eru í startholunum með rannsókn um eftirsjá og móðurhlutverkið. Það sé hvorki samfélagslega viðurkennt né rými til þess að tjá sig um eftirsjá nema henni sé komið á framfæri í tengslum við ákvarðanir um að hafa ekki eignast börn. Vísir/Getty Mega konur sem hafa eignast börn sjá eftir þeirri ákvörðun og upplifa eftirsjá? Þetta er á meðal spurninga sem brenna á rannsakendunum Gyðu Margréti Pétursdóttur, kynjafræðiprófessor, og Margaret Anne Johnson sem eru að ýta úr vör rannsókn sem kortleggur móðurhlutverkið. Rannsóknin er í raun tvíþætt. Annars vegar fjallar hún um að hafna móðurhlutverkinu og hins vegar um eftirsjána og þá í tengslum við að hafa orðið móðir. „Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja upplifun mæðra og fólks sem getur gengið með börn og þá erum við að hugsa um trans- og kynsegin fólk,“ segir Gyða Margrét. „Síðan langar okkur líka að ná til fólks og mæðra sem upplifa eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið. Það sem kveikti í mér varðandi það er að það að upplifa eftirsjá; að sjá eftir því að hafa orðið móðir, er í rauninni tilfinning sem samfélagið meinar okkur bæði að upplifa og tjá.“ Eftirsjá sem sé samfélagslega viðurkennd og í raun „leyfð“ sé eingöngu í tengslum við ákvarðanir um að eignast ekki börn. Gyða Margrét segir að orðræðan í kringum slíkar ákvarðanir sé mjög sterk. „Okkur langar svo að opna umræðuna um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið og ná til kvenna og fólks sem hefur eignast börn sem er tilbúið til að tjá sig um þessa eftirsjá.“ Það séu fjölmargar óskrifaðar reglur um hvað megi upplifa og hvað megi tjá.Aðrar ákvarðanir með betri upplýsingum Gyða Margrét og Margaret byggja á ísraelskri rannsókn sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum og náði til kvenna á öllum aldri sem eiga allt frá eitt barn og upp í fleiri börn. „Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa upplifað eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið en sögðu um leið að þær elskuðu þessi börn. Þær óskuðu þess að þær hefðu haft rými til að haga lífi sínu með öðrum hætti. Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna um þessar upplifanir mínar á móðurhlutverkinu þá hefði ég ekki tekið ákvörðun um að verða móðir,“ segir Gyða Margrét um upplifanir ísraelsku kvennanna í rannsókninni. „Þetta snýst líka um það að skapa rými fyrir konur, kynsegin og transfólk að taka ákvörðun um að taka ekki að sér þetta hlutverk, um að verða ekki móðir því það er þessi ríka krafa um það.“Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, kallar eftir auknu rými fyrir fólk sem hefur eignast börn til að tjá sannar tilfinningar sínar.Mynd/StefánKrafa á mæður að segja að allt hafi verið þess virði Gyða Margrét segir að á undanförnum árum hafi skapast smá rými fyrir mæður að tjá sig um fæðingarþunglyndi og erfiðleika með brjóstagjöf. „En engu að síður er krafa um að allar þessar frásagnir endi á jákvæðan átt. Að þegar uppi sé staðið hafi þetta allt verið þess virði. Það ímyndum við okkur að sé alls ekki upplifun allra og þess vegna er svo mikilvægt að tjá líka þá upplifun.“ Gyða Margrét og Margaret hvetja alla sem vilja koma reynslu sinni á framfæri að hafa samband við þær. Þær kynntu rannsóknarefnið í málstofu á Þjóðarspeglinum sem fer fram í dag. Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Mega konur sem hafa eignast börn sjá eftir þeirri ákvörðun og upplifa eftirsjá? Þetta er á meðal spurninga sem brenna á rannsakendunum Gyðu Margréti Pétursdóttur, kynjafræðiprófessor, og Margaret Anne Johnson sem eru að ýta úr vör rannsókn sem kortleggur móðurhlutverkið. Rannsóknin er í raun tvíþætt. Annars vegar fjallar hún um að hafna móðurhlutverkinu og hins vegar um eftirsjána og þá í tengslum við að hafa orðið móðir. „Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja upplifun mæðra og fólks sem getur gengið með börn og þá erum við að hugsa um trans- og kynsegin fólk,“ segir Gyða Margrét. „Síðan langar okkur líka að ná til fólks og mæðra sem upplifa eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið. Það sem kveikti í mér varðandi það er að það að upplifa eftirsjá; að sjá eftir því að hafa orðið móðir, er í rauninni tilfinning sem samfélagið meinar okkur bæði að upplifa og tjá.“ Eftirsjá sem sé samfélagslega viðurkennd og í raun „leyfð“ sé eingöngu í tengslum við ákvarðanir um að eignast ekki börn. Gyða Margrét segir að orðræðan í kringum slíkar ákvarðanir sé mjög sterk. „Okkur langar svo að opna umræðuna um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið og ná til kvenna og fólks sem hefur eignast börn sem er tilbúið til að tjá sig um þessa eftirsjá.“ Það séu fjölmargar óskrifaðar reglur um hvað megi upplifa og hvað megi tjá.Aðrar ákvarðanir með betri upplýsingum Gyða Margrét og Margaret byggja á ísraelskri rannsókn sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum og náði til kvenna á öllum aldri sem eiga allt frá eitt barn og upp í fleiri börn. „Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa upplifað eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið en sögðu um leið að þær elskuðu þessi börn. Þær óskuðu þess að þær hefðu haft rými til að haga lífi sínu með öðrum hætti. Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna um þessar upplifanir mínar á móðurhlutverkinu þá hefði ég ekki tekið ákvörðun um að verða móðir,“ segir Gyða Margrét um upplifanir ísraelsku kvennanna í rannsókninni. „Þetta snýst líka um það að skapa rými fyrir konur, kynsegin og transfólk að taka ákvörðun um að taka ekki að sér þetta hlutverk, um að verða ekki móðir því það er þessi ríka krafa um það.“Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, kallar eftir auknu rými fyrir fólk sem hefur eignast börn til að tjá sannar tilfinningar sínar.Mynd/StefánKrafa á mæður að segja að allt hafi verið þess virði Gyða Margrét segir að á undanförnum árum hafi skapast smá rými fyrir mæður að tjá sig um fæðingarþunglyndi og erfiðleika með brjóstagjöf. „En engu að síður er krafa um að allar þessar frásagnir endi á jákvæðan átt. Að þegar uppi sé staðið hafi þetta allt verið þess virði. Það ímyndum við okkur að sé alls ekki upplifun allra og þess vegna er svo mikilvægt að tjá líka þá upplifun.“ Gyða Margrét og Margaret hvetja alla sem vilja koma reynslu sinni á framfæri að hafa samband við þær. Þær kynntu rannsóknarefnið í málstofu á Þjóðarspeglinum sem fer fram í dag.
Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira