Afar venjulegur nörd Björk Eiðsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 08:00 Sigurður Helgi segist lengi hafa gengið með hugmyndina að þáttunum í maganum. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrir alla muni er ný íslensk sjónvarpsþáttaröð í sex hlutum, þar sem Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir grúska í gömlum munum og kanna sögu þeirra. Áhorfandinn er leiddur inn í heim íslenskrar sögu og sagna á óhefðbundinn hátt, munir frá atburðum og sögu landsins eru notaðir til að vekja forvitni og fara með áhorfandann í áhugavert ferðalag. Sigurður Helgi er að þreyta frumraun sína sem þáttastjórnandi í sjónvarpi en hugmyndina að þáttunum hafði hann lengi gengið með í maganum. Leiðir hans og Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu lágu svo saman þegar Sigurður sat fyrir svörum í þætti Viktoríu um safnara á Rás 1. „Hún hafði fundið nafn mitt á alheimsnetinu þar sem ég rak áður safnarabúð á Hverfisgötu. Eftir að hafa farið í viðtalið og spjallað við Viktoríu í um fimm mínútur spurði ég hana hvort hún myndi ekki vilja vera með mér í þessum sjónvarpsþáttum og hún svaraði: „Hver væri ekki til í að gera þátt um gamla muni?“ Ég held að innsæi mitt hafi aldrei haft jafn rétt fyrir sér og þá. Ég eignaðist bæði frábæran vin og æðislegan samstarfsfélaga sem hafði trú á verkefninu frá fyrsta degi,“ útskýrir Sigurður.Fékk ungur áhuga á myntfræðiEn hvaðan ætli áhuginn á að grúska í gömlu dóti komi? „Ég er afar venjulegur nörd sem fékk ungur að árum gríðarlegan áhuga á myntfræði og sögu opinbers gjaldmiðils á Íslandi. Og má segja að það áhugamál hafi verið minn skóli.“ Í dag starfar Sigurður Helgi eins og fyrr segir sem safnvörður í Seðlabanka Íslands og sér hann um myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Íslands.Sigurður sat fyrir svörum í útvarpsþætti Viktoríu á Rás 1 um safnara ?og úr varð farsælt samstarf og góður vinskapur. Mynd/RúvÞrettán ára í starfskynningu á Þjóðminjasafninu „Þessi áhugi kviknaði þegar ég komst í gamlan peningakassa fullan af gamalli mynt heima hjá ömmu Dísu og afa Fidda. En segja má að ég hafi endanlega fallið fyrir þessum ævintýraheimi þegar ég fór 13 ára gamall í starfskynningu á Þjóðminjasafnið. Þar fékk ég að ganga um safnið, sem þá var lokað vegna viðgerða að mig minnir, óáreittur, og fékk leiðsögn og fullt af sögum sem ég man enn mjög vel. Lilja Árnadóttir sem er í dag sviðsstjóri munasafnsins og kemur einmitt fram í tveimur þáttanna tók á móti mér þennan örlagaríka dag.“ Þegar Sigurður er spurður hvort þetta sé ekki nett nördaáhugamál svarar hann hlæjandi: „Ekki nett, heldur algjört.“Safnstjóri sem rak safnarabúð hlýtur að eiga sér sinn eigin uppáhaldshlut, ekki satt? „Sá hlutur sem mér þykir einna vænst um er peningakassinn sem kom þessu öllu af stað. Ég man enn þá eftir hverjum einasta peningi sem í honum er. Þeir eru þar allir enn og verða þar til einhver tekur við kassanum eftir minn dag.“Nördaði yfir sig Sigurður segist bíða þáttarins á sunnudaginn með eftirvæntingu og þó um sé að ræða frumraun hans í sjónvarpi sé hann óstressaður fyrir frumsýningunni. Hann viðurkennir þó að hafa nördað yfir sjálfan sig nokkrum sinnum, eins og hann sjálfur orðar það, á meðan á upptökum stóð. „Það sést greinilega þegar það gerist í þáttunum,“ segir hann í léttum tón. „Ég fékk að vinna með frábæru fólki að gerð þátta, sem ég hef gengið með í maganum í langan tíma. Og ég tala nú ekki um allt það fagfólk og safnara sem koma fram í þættinum, fólk sem hefur eytt árum eða jafnvel tugum ára í rannsóknir á munum eða sögum þeim tengdum. Þetta er ævintýri sem ég mun seint gleyma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Fyrir alla muni er ný íslensk sjónvarpsþáttaröð í sex hlutum, þar sem Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir grúska í gömlum munum og kanna sögu þeirra. Áhorfandinn er leiddur inn í heim íslenskrar sögu og sagna á óhefðbundinn hátt, munir frá atburðum og sögu landsins eru notaðir til að vekja forvitni og fara með áhorfandann í áhugavert ferðalag. Sigurður Helgi er að þreyta frumraun sína sem þáttastjórnandi í sjónvarpi en hugmyndina að þáttunum hafði hann lengi gengið með í maganum. Leiðir hans og Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu lágu svo saman þegar Sigurður sat fyrir svörum í þætti Viktoríu um safnara á Rás 1. „Hún hafði fundið nafn mitt á alheimsnetinu þar sem ég rak áður safnarabúð á Hverfisgötu. Eftir að hafa farið í viðtalið og spjallað við Viktoríu í um fimm mínútur spurði ég hana hvort hún myndi ekki vilja vera með mér í þessum sjónvarpsþáttum og hún svaraði: „Hver væri ekki til í að gera þátt um gamla muni?“ Ég held að innsæi mitt hafi aldrei haft jafn rétt fyrir sér og þá. Ég eignaðist bæði frábæran vin og æðislegan samstarfsfélaga sem hafði trú á verkefninu frá fyrsta degi,“ útskýrir Sigurður.Fékk ungur áhuga á myntfræðiEn hvaðan ætli áhuginn á að grúska í gömlu dóti komi? „Ég er afar venjulegur nörd sem fékk ungur að árum gríðarlegan áhuga á myntfræði og sögu opinbers gjaldmiðils á Íslandi. Og má segja að það áhugamál hafi verið minn skóli.“ Í dag starfar Sigurður Helgi eins og fyrr segir sem safnvörður í Seðlabanka Íslands og sér hann um myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Íslands.Sigurður sat fyrir svörum í útvarpsþætti Viktoríu á Rás 1 um safnara ?og úr varð farsælt samstarf og góður vinskapur. Mynd/RúvÞrettán ára í starfskynningu á Þjóðminjasafninu „Þessi áhugi kviknaði þegar ég komst í gamlan peningakassa fullan af gamalli mynt heima hjá ömmu Dísu og afa Fidda. En segja má að ég hafi endanlega fallið fyrir þessum ævintýraheimi þegar ég fór 13 ára gamall í starfskynningu á Þjóðminjasafnið. Þar fékk ég að ganga um safnið, sem þá var lokað vegna viðgerða að mig minnir, óáreittur, og fékk leiðsögn og fullt af sögum sem ég man enn mjög vel. Lilja Árnadóttir sem er í dag sviðsstjóri munasafnsins og kemur einmitt fram í tveimur þáttanna tók á móti mér þennan örlagaríka dag.“ Þegar Sigurður er spurður hvort þetta sé ekki nett nördaáhugamál svarar hann hlæjandi: „Ekki nett, heldur algjört.“Safnstjóri sem rak safnarabúð hlýtur að eiga sér sinn eigin uppáhaldshlut, ekki satt? „Sá hlutur sem mér þykir einna vænst um er peningakassinn sem kom þessu öllu af stað. Ég man enn þá eftir hverjum einasta peningi sem í honum er. Þeir eru þar allir enn og verða þar til einhver tekur við kassanum eftir minn dag.“Nördaði yfir sig Sigurður segist bíða þáttarins á sunnudaginn með eftirvæntingu og þó um sé að ræða frumraun hans í sjónvarpi sé hann óstressaður fyrir frumsýningunni. Hann viðurkennir þó að hafa nördað yfir sjálfan sig nokkrum sinnum, eins og hann sjálfur orðar það, á meðan á upptökum stóð. „Það sést greinilega þegar það gerist í þáttunum,“ segir hann í léttum tón. „Ég fékk að vinna með frábæru fólki að gerð þátta, sem ég hef gengið með í maganum í langan tíma. Og ég tala nú ekki um allt það fagfólk og safnara sem koma fram í þættinum, fólk sem hefur eytt árum eða jafnvel tugum ára í rannsóknir á munum eða sögum þeim tengdum. Þetta er ævintýri sem ég mun seint gleyma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira