Hafa lokað tímabundið fyrir innskráningar með Íslykli Björn Þorfinnsson skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Pei-reikningur í nafni Jónu Guðrúnar Ólafsdóttur var notaður til kaupa á símum og tölvum. Nordicphotos/Getty Greiðslumiðlun, sem á og rekur greiðslulausnina Pei, hefur ákveðið að loka tímabundið fyrir notkun Íslykils sem auðkenningaraðferðar inn í forritið. Ákvörðunin er tekin í ljósi fréttar sem birtist í Fréttablaði gærdagsins um fjársvikamál þar sem langt leiddur fíkill komst yfir Íslykils-lykilorð móður sinnar. Með því tókst viðkomandi að stofna reikning á smáforritinu Pei og kaupa vörur í Elko, síma og spjaldtölvur, fyrir rúma eina milljón króna. Móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, fékk síðan fjóra greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun senda í netbankann sinn og hrökk þá upp við vondan draum. „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið,“ segir Jóna Guðrún. Hún gagnrýndi harðlega að hægt væri með svo auðveldum hætti að stofna til reikningsviðskipta í greiðslulausninni.Jóna Guðrún Ólafsdóttir.Hámarksheimild sem hægt er að fá í Pei er tvær milljónir króna og segist Jóna Guðrún setja spurningarmerki við að hægt sé að fá svo háa heimild án þess að hafa haft nokkur fyrri viðskipti í gegnum greiðslulausnina. „Mér skilst að meira að segja smálánafyrirtækin hafi verið byggð þannig upp að fyrst fengu nýskráðir aðilar lága heimild sem hafi síðan hækkað smátt og smátt ef staðið var í skilum. Það hefði munað miklu fyrir mig ef ég hefði fengið einn greiðsluseðil upp á 50 eða 100 þúsund krónur. Þá hefði ég getað brugðist við og lokað á þetta. Þarna fæ ég bara milljón í hausinn og fyrirtækin yppa öxlum og segjast ekki bera ábyrgð á þessu,“ segir Jóna Guðrún. Hún kvaðst hafa leitað til lögfræðings til þess að kanna réttarstöðuna sína gagnvart Greiðslumiðlun og Elko enda hafi fyrirtækin verið mjög óbilgjörn í afstöðu sinni um að hún sæti uppi með allt tjónið. Lögmaður Greiðslumiðlunar, Bjarni Þór Óskarsson, staðfesti í fyrri frétt að slík svik í gegnum greiðslulausnina hefðu átt sér stað þó að þau væru sjaldgæf. Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum um fjölda slíkra tilvika sem og heildarupphæð svikanna en fyrirtækið neitaði að veita þær upplýsingar. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15 Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Greiðslumiðlun, sem á og rekur greiðslulausnina Pei, hefur ákveðið að loka tímabundið fyrir notkun Íslykils sem auðkenningaraðferðar inn í forritið. Ákvörðunin er tekin í ljósi fréttar sem birtist í Fréttablaði gærdagsins um fjársvikamál þar sem langt leiddur fíkill komst yfir Íslykils-lykilorð móður sinnar. Með því tókst viðkomandi að stofna reikning á smáforritinu Pei og kaupa vörur í Elko, síma og spjaldtölvur, fyrir rúma eina milljón króna. Móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, fékk síðan fjóra greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun senda í netbankann sinn og hrökk þá upp við vondan draum. „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið,“ segir Jóna Guðrún. Hún gagnrýndi harðlega að hægt væri með svo auðveldum hætti að stofna til reikningsviðskipta í greiðslulausninni.Jóna Guðrún Ólafsdóttir.Hámarksheimild sem hægt er að fá í Pei er tvær milljónir króna og segist Jóna Guðrún setja spurningarmerki við að hægt sé að fá svo háa heimild án þess að hafa haft nokkur fyrri viðskipti í gegnum greiðslulausnina. „Mér skilst að meira að segja smálánafyrirtækin hafi verið byggð þannig upp að fyrst fengu nýskráðir aðilar lága heimild sem hafi síðan hækkað smátt og smátt ef staðið var í skilum. Það hefði munað miklu fyrir mig ef ég hefði fengið einn greiðsluseðil upp á 50 eða 100 þúsund krónur. Þá hefði ég getað brugðist við og lokað á þetta. Þarna fæ ég bara milljón í hausinn og fyrirtækin yppa öxlum og segjast ekki bera ábyrgð á þessu,“ segir Jóna Guðrún. Hún kvaðst hafa leitað til lögfræðings til þess að kanna réttarstöðuna sína gagnvart Greiðslumiðlun og Elko enda hafi fyrirtækin verið mjög óbilgjörn í afstöðu sinni um að hún sæti uppi með allt tjónið. Lögmaður Greiðslumiðlunar, Bjarni Þór Óskarsson, staðfesti í fyrri frétt að slík svik í gegnum greiðslulausnina hefðu átt sér stað þó að þau væru sjaldgæf. Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum um fjölda slíkra tilvika sem og heildarupphæð svikanna en fyrirtækið neitaði að veita þær upplýsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15 Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15
Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30