Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 14:14 Kristinn Hrafnsson segir réttarfarslegan skandal að níu ár hafi tekið að komast að niðurstöðunni í dag. Vísir/Vilhelm Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins en svo heyrðist ekkert fyrr en í dag. Kristinn segist hafa setið orðlaus yfir blaðamannafundi sænska saksóknarans Evu-Marie Persson þegar greint var frá niðurfellingunni í hádeginu í dag. „Saksóknarinn talaði um veikan vitnisburð hins meinta fórnarlambs og ónógar sannanir til að byggja undir málið. Það tók sum sé níu ár að komast að þessu. Þetta mál hefur lyktað frá upphafi og er rammpólitískt eins og Nilz Melzer, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga hefur sagt. Þetta er ekkert annað en réttarfarslegur skandall.“ Kristinn minnir þó á það sem hann kallar „stóra málið“, ákæru ríkisstjórnar Donald Trump sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Hvenær ætlar fólk að vakna og sjá hversu alvarlegt það mál er? Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda.“ Málið gegn Assange sé byggt á njósnalöggjöfinni bandarísku sem aldrei áður hafi verið misbeitt gegn blaðamanni. „Þetta er alvarlegasta aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum á síðari tímum. Þetta er árás á lýðræðið.“ Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010. Stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni. Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017. Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins en svo heyrðist ekkert fyrr en í dag. Kristinn segist hafa setið orðlaus yfir blaðamannafundi sænska saksóknarans Evu-Marie Persson þegar greint var frá niðurfellingunni í hádeginu í dag. „Saksóknarinn talaði um veikan vitnisburð hins meinta fórnarlambs og ónógar sannanir til að byggja undir málið. Það tók sum sé níu ár að komast að þessu. Þetta mál hefur lyktað frá upphafi og er rammpólitískt eins og Nilz Melzer, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga hefur sagt. Þetta er ekkert annað en réttarfarslegur skandall.“ Kristinn minnir þó á það sem hann kallar „stóra málið“, ákæru ríkisstjórnar Donald Trump sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Hvenær ætlar fólk að vakna og sjá hversu alvarlegt það mál er? Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda.“ Málið gegn Assange sé byggt á njósnalöggjöfinni bandarísku sem aldrei áður hafi verið misbeitt gegn blaðamanni. „Þetta er alvarlegasta aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum á síðari tímum. Þetta er árás á lýðræðið.“ Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010. Stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni. Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017.
Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30
Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39