Uppgjör: Stórkostlegur kappakstur í Brasilíu Bragi Þórðarson skrifar 19. nóvember 2019 18:30 Verstappen fagnaði þriðja sigri sínum á tímabilinu um helgina. Vísir/Getty Næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Brasilíu um helgina og var kappaksturinn á sunnudag æsispennandi. Á lokahringjunum ætlaði allt um koll að keyra er öryggisbíllinn var kallaður tvisvar út á síðustu tólf hringjum keppninnar. Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari á sínum Red Bull Honda. Sigurinn var þó langt frá því að vera auðveldur þrátt fyrir góðan hraða Verstappen í gegnum alla keppnina. Eftir fyrstu þjónustuhléin missti Hollendingurinn Lewis Hamilton fram fyrir sig eftir að Williams bíll Robert Kubica hindraði hann á þjónustusvæðinu. Verstappen fór þá meistaralega framúr sexfalda heimsmeistaranum á 23. hring og sigraði að lokum með 6 sekúndna forskot á annað sætið. Áttundi sigur Verstappen var því staðreynd, hans þriðji á tímabilinu. Ný andlit á verðlaunapalliPierre Gasly endaði á verðlaunapalli í fyrsta skiptið á ferlinum.GettyMargir bjuggust við að Pierre Gasly myndi næla sér í sinn fyrsta verðlaunapall í Formúlu 1 fyrir tímabilið er ungi Frakkinn fékk tækifæri með aðalliði Red Bull eftir gott tímabil með Toro Rosso í fyrra. Útlitið var þó ekki gott í sumar þegar Gasly var rekinn frá Red Bull og skipt út fyrir Alexander Albon hjá Toro Rosso. Eftir að hafa snúið aftur til ítalska liðsins hefur Pierre verið gjörsamlega stórkostlegur. Frakkinn var í öruggu sjöunda sæti alla keppnina á sunnudag en eftir þá gríðarlegu dramtík sem átti sér stað á lokahringjum keppninnar endaði hann annar. Verstappen alltaf með yfirhöndina gegn HamiltonVerstappen missti Hamilton tvisvar framúr sér en komst alltaf auðveldlega framúr aftur.GettyNýkrýndi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, var framan af að berjast við Verstappen um sigur eftir að hafa komist framúr Sebastian Vettel í ræsingunni. Þegar öryggisbíllinn var kallaður út á 55. hring eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð frá að hverfa flæktust málin hjá Hamilton. ,,Box, box, box, við gerum andstæðuna við Verstappen’’ sagði liðið við Lewis. Það þýddi að þegar Verstappen kom inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti hélt Hamilton sér úti á brautinni og tók forustuna. En nýju dekk Verstappen gerðu honum mjög auðvelt fyrir og var fljúgandi Hollendingurinn kominn upp í fyrsta sætið strax í fyrstu beygju eftir endurræsingu. Verstappen stakk Mercedes ökuþórinn af og var Lewis nú kominn með Red Bull bifreið Alexander Albon fyrir aftan sig. Tælendingurinn setti gríðarlega pressu á Hamilton en Alex var líka með tvo tryllta Ferrari bíla fyrir aftan sig. Allt í skrúfunni hjá FerrariMikið drama var í keppni helgarinnarGettyVettel var á þessum tímapunkti í fjórða sæti á eftir Albon með unga liðsfélaga sinn, Charles Leclerc, fyrir aftan sig. Leclerc tók það ekki í mál að vera fyrir aftan liðsfélaga sinn og tók framúr í fyrstu beygju 66. hrings. Á beina kaflanum eftir þriðju beygju voru rauðu bílarnir hlið við hlið þegar Þjóðverjinn ákvað að beygja örlítið til vinstri til að þvinga liðsfélaga sínum innar á brautina. Það gekk ekki betur en svo að báðir Ferrari bílarnir urðu frá að hverfa, Leclerc með brotna felgu og Vettel með sprungið dekk. Gríðarlega svekkjandi fyrir ítalska risann sem hekki hefur unnið titil síðan 2007. "Þetta var heimskuleg ákvörðun hjá okkur'“Dagurinn endaði illa hjá Ferrari eftir að ökumenn liðsins skullu saman.GettyEftir klessubílaleik Ferrari ökumannanna var öryggisbíllinn aftur kallaður út er fimm hringir voru eftir. Þá ákvað Mercedes að kalla Hamilton inn á þjónustusvæðið eftir að hafa séð hraðann á Verstappen á nýjum dekkjum. Eftir keppni viðurkenndi liðið að þetta hafi verið heimskuleg ákvörðun. Sexfaldi meistarinn kom út á brautina í fjórða sæti og leit allt út fyrir að Honda myndi í fyrsta skiptið í sögunni ná þremur bílum á verðlaunapall. Hamilton breytti þeim draumum í martröð, fyrst með að taka framúr Pierre Gasly og svo með að snúa Alex Albon á næstsíðasta hring. Tælendingurinn endaði því að lokum í fjórtánda sæti. Lewis kom þriðji í mark, aðeins 62 sekúndubrotum á eftir Gasly. Eftir keppni var Bretanum þó refsað um fimm sekúndur fyrir að hafa valdið árekstrinum við Albon og endaði því sjöundi. Ræsti síðastur, endaði á verðlaunapalliMcLaren liðið stillti sér upp á verðlaunapallinum eftir keppni.GettySunnudagurinn 17. nóvember mun seint gleymast fyrir Carlos Sainz Jr. Spánverjinn varð að sætta sig við að ræsa í tuttugasta sæti eftir að vélarbilun kom upp í McLaren bíl hans í tímatökum. Akstur Sainz í keppninni á sunnudaginn var í einu orði sagt frábær. Hægt og rólega vann hann sig upp töfluna og endaði að lokum þriðji. Í fyrsta skiptið á ferlinum endaði Carlos á verðlaunapalli en því miður fékk hann ekki að smakka á kampavíninu. Það var Hamilton sem tók við bikarnum fyrir þriðja sætið þar sem dómararnir voru ekki búnir að gefa honum refsinguna fyrir verðlaunaafhendinguna. Þetta var í fyrsta skiptið síðan í Ástralíu 2014 sem McLaren kemst á verðlaunapall og er liðið nú búið að tryggja sér fjórða sætið í keppni bílasmiða. Úrslit helgarinnar þýða að Max Verstappen er nú kominn upp fyrir Leclerc í slagnum um þriðja sætið í keppni ökuþóra. Síðasta umferðin fer fram í Abu Dhabi um næstu mánaðarmót. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Brasilíu um helgina og var kappaksturinn á sunnudag æsispennandi. Á lokahringjunum ætlaði allt um koll að keyra er öryggisbíllinn var kallaður tvisvar út á síðustu tólf hringjum keppninnar. Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari á sínum Red Bull Honda. Sigurinn var þó langt frá því að vera auðveldur þrátt fyrir góðan hraða Verstappen í gegnum alla keppnina. Eftir fyrstu þjónustuhléin missti Hollendingurinn Lewis Hamilton fram fyrir sig eftir að Williams bíll Robert Kubica hindraði hann á þjónustusvæðinu. Verstappen fór þá meistaralega framúr sexfalda heimsmeistaranum á 23. hring og sigraði að lokum með 6 sekúndna forskot á annað sætið. Áttundi sigur Verstappen var því staðreynd, hans þriðji á tímabilinu. Ný andlit á verðlaunapalliPierre Gasly endaði á verðlaunapalli í fyrsta skiptið á ferlinum.GettyMargir bjuggust við að Pierre Gasly myndi næla sér í sinn fyrsta verðlaunapall í Formúlu 1 fyrir tímabilið er ungi Frakkinn fékk tækifæri með aðalliði Red Bull eftir gott tímabil með Toro Rosso í fyrra. Útlitið var þó ekki gott í sumar þegar Gasly var rekinn frá Red Bull og skipt út fyrir Alexander Albon hjá Toro Rosso. Eftir að hafa snúið aftur til ítalska liðsins hefur Pierre verið gjörsamlega stórkostlegur. Frakkinn var í öruggu sjöunda sæti alla keppnina á sunnudag en eftir þá gríðarlegu dramtík sem átti sér stað á lokahringjum keppninnar endaði hann annar. Verstappen alltaf með yfirhöndina gegn HamiltonVerstappen missti Hamilton tvisvar framúr sér en komst alltaf auðveldlega framúr aftur.GettyNýkrýndi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, var framan af að berjast við Verstappen um sigur eftir að hafa komist framúr Sebastian Vettel í ræsingunni. Þegar öryggisbíllinn var kallaður út á 55. hring eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð frá að hverfa flæktust málin hjá Hamilton. ,,Box, box, box, við gerum andstæðuna við Verstappen’’ sagði liðið við Lewis. Það þýddi að þegar Verstappen kom inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti hélt Hamilton sér úti á brautinni og tók forustuna. En nýju dekk Verstappen gerðu honum mjög auðvelt fyrir og var fljúgandi Hollendingurinn kominn upp í fyrsta sætið strax í fyrstu beygju eftir endurræsingu. Verstappen stakk Mercedes ökuþórinn af og var Lewis nú kominn með Red Bull bifreið Alexander Albon fyrir aftan sig. Tælendingurinn setti gríðarlega pressu á Hamilton en Alex var líka með tvo tryllta Ferrari bíla fyrir aftan sig. Allt í skrúfunni hjá FerrariMikið drama var í keppni helgarinnarGettyVettel var á þessum tímapunkti í fjórða sæti á eftir Albon með unga liðsfélaga sinn, Charles Leclerc, fyrir aftan sig. Leclerc tók það ekki í mál að vera fyrir aftan liðsfélaga sinn og tók framúr í fyrstu beygju 66. hrings. Á beina kaflanum eftir þriðju beygju voru rauðu bílarnir hlið við hlið þegar Þjóðverjinn ákvað að beygja örlítið til vinstri til að þvinga liðsfélaga sínum innar á brautina. Það gekk ekki betur en svo að báðir Ferrari bílarnir urðu frá að hverfa, Leclerc með brotna felgu og Vettel með sprungið dekk. Gríðarlega svekkjandi fyrir ítalska risann sem hekki hefur unnið titil síðan 2007. "Þetta var heimskuleg ákvörðun hjá okkur'“Dagurinn endaði illa hjá Ferrari eftir að ökumenn liðsins skullu saman.GettyEftir klessubílaleik Ferrari ökumannanna var öryggisbíllinn aftur kallaður út er fimm hringir voru eftir. Þá ákvað Mercedes að kalla Hamilton inn á þjónustusvæðið eftir að hafa séð hraðann á Verstappen á nýjum dekkjum. Eftir keppni viðurkenndi liðið að þetta hafi verið heimskuleg ákvörðun. Sexfaldi meistarinn kom út á brautina í fjórða sæti og leit allt út fyrir að Honda myndi í fyrsta skiptið í sögunni ná þremur bílum á verðlaunapall. Hamilton breytti þeim draumum í martröð, fyrst með að taka framúr Pierre Gasly og svo með að snúa Alex Albon á næstsíðasta hring. Tælendingurinn endaði því að lokum í fjórtánda sæti. Lewis kom þriðji í mark, aðeins 62 sekúndubrotum á eftir Gasly. Eftir keppni var Bretanum þó refsað um fimm sekúndur fyrir að hafa valdið árekstrinum við Albon og endaði því sjöundi. Ræsti síðastur, endaði á verðlaunapalliMcLaren liðið stillti sér upp á verðlaunapallinum eftir keppni.GettySunnudagurinn 17. nóvember mun seint gleymast fyrir Carlos Sainz Jr. Spánverjinn varð að sætta sig við að ræsa í tuttugasta sæti eftir að vélarbilun kom upp í McLaren bíl hans í tímatökum. Akstur Sainz í keppninni á sunnudaginn var í einu orði sagt frábær. Hægt og rólega vann hann sig upp töfluna og endaði að lokum þriðji. Í fyrsta skiptið á ferlinum endaði Carlos á verðlaunapalli en því miður fékk hann ekki að smakka á kampavíninu. Það var Hamilton sem tók við bikarnum fyrir þriðja sætið þar sem dómararnir voru ekki búnir að gefa honum refsinguna fyrir verðlaunaafhendinguna. Þetta var í fyrsta skiptið síðan í Ástralíu 2014 sem McLaren kemst á verðlaunapall og er liðið nú búið að tryggja sér fjórða sætið í keppni bílasmiða. Úrslit helgarinnar þýða að Max Verstappen er nú kominn upp fyrir Leclerc í slagnum um þriðja sætið í keppni ökuþóra. Síðasta umferðin fer fram í Abu Dhabi um næstu mánaðarmót.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti