Á svifbretti um ganga nýsköpunarskóla Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. nóvember 2019 09:00 Tímaflakk Marty og Doc hafði mikil áhrif á mig þegar ég horfði á Back to the future myndirnar. Við erum heilluð af framtíðinni og notum ítrekað bíómyndir, sjónvarpþætti og bækur til að láta okkur dreyma - eða óttast - um hvernig hún muni verða. Á árinu 2015 flaug Marty um á fljúgandi bílum, renndi sér áfram á svifbretti og átti sjálfreimandi skó. Nú er framtíðin komin og það eru engir svifbílar né hjól eða svifbretti. Það er ekki heldur hægt að setja pínulitla tveggja tommu pizzu inn í örbylgjuofn og hún stækkar og verður sextán tommu. Það sem einkennir nútímann eru fjarskipti, tækniþróun á örhraða og meðhöndlun upplýsinga, hvernig við sækjum upplýsingar og hvernig miðlum við þeim áfram. Það sem einkennir líka nútímann er loftslagsvá og að heimilið okkar, jörðin, er í hættu. Skólakerfið þarf að bregðast við þessum breytingum nútímans og undirbúa nemendur undir framtíðina. Því hefur t.d. verið margsinnis haldið fram að um 80% starfa sem verða unnin eftir 20 ár séu ekki til í dag. Er aðalnámskrá skólakerfisins að vinna samkvæmt því? Í byrjun nóvember hlustaði ég á ungmennin í skólaráðum landsins ræða stöðuna í skólakerfinu á áhugaverðu skólaþingi sveitarfélaganna sem bar heitið „Erum við á réttu róli?”. Það var samhljómur í skilaboðum þeirra. Þau kölluðu eftir fleiri námsgreinum. Nýjum námsgreinum. Breyttum námsgreinum. Námsgreinum sem undirbúa þau betur undir heiminn eins og hann er núna. Og verður í framtíðinni. Þetta eru námsgreinar á borð við:Frumkvöðlafræði og leiðtogahæfniNýsköpun og skapandi hugsun Gagnrýna hugsun og rökhugsunUmhverfisvitund og samfélagsfrumkvöðlahugsunForritun / TölvulæsiKynjafræðiSamningatækniLýðræði Núvitund Nú stendur til að stofna nýsköpunarskóla fyrir nemendur á unglingastigi í norðanverðum Grafarvogi. Þetta er, að mínu mati, eitt af því merkilegasta sem er að gerast í menntamálum á Íslandi í dag. Margir spyrja sig að því hvað sé átt með nýsköpunarskóla. Það er ekki nema von. Nýsköpun er lykillinn að nýjum lausnum, bættu verklagi og lausn flókinna viðfangsefna. Skapandi hugsun er lykilhæfni þegar kemur að því að vera virkur og öflugur þátttakandi í nútímasamfélagi. Að hafa hæfni og búa yfir getu til að hugsa út fyrir boxið, geta lesið í samfélagslegar aðstæður, leita nýrra lausna sem byggja á fyrri reynslu og upplifun, takast á við áskoranir og mæta mótlæti skiptir miklu máli. Stórar samfélagsbreytingar krefjist bæði auðlinda og fjármagns. Það eru þó til dæmi þar sem stórkostlegar, kerfisbundnar og varanlegar breytingar hafa náð fram að ganga vegna einstaklinga sem í upphafi höfðu engar auðlindir aðrar en sína eigin samfélaglegu ástríðu, skapandi kraft og frumkvöðlahugsun. Samfélagsfrumkvöðullinn hugsar jafnan um það hvaða áhrif nýsköpunin hefur á aðra, hvaða ávinning aðrir hafa af hugmyndinni. Nýsköpunarskóli leggur rækt við samfélagsfrumkvöðahugsun. Í nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar, sem ber heitið „Látum draumana rætast” eru fimm megin áhersluþættir: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði. Hugmyndin um nýsköpunarskóla mætir sérstaklega vel þessum fimm áhersluþáttum. Ég er gríðarlega spennt fyrir því að sjá og taka þátt í stofnun nýsköpunarskóla í Reykjavík. Ég er þess fullviss um að hann eigi eftir að mæta þörfum margra og muni hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Mér verður hugsað til fyrrum samstarfsmanna minna hjá CCP. Þar störfuðu virkilega hæfileikaríkir einstaklingar sem voru að gera mjög framandi og spennandi hluti. Það sem margir af þessum fyrrum hæfileikaríku samstarfsmönnum mínum áttu sameiginlegt var að þeir fundu sig aldrei í almennu skólakerfi. Algjörlega á skjön við aðalnámskrána blessuðu. Þarna voru þeir í starfsumhverfi þar sem þeir blómstruðu og mætti þeirra getu og áhugasviði. Og voru að framleiða vöru sem var og er talin merkileg á heimsmælikvarða. Ég vil sjá skólakerfið taka utan um þessa einstaklinga og líka marga aðra. En ekki ýta þeim út fyrir það. Við skulum vera saman í nútímanum og fara aftur saman til framtíðar. Hver veit, kannski verðum við farin að fljúga á umhverfisvænum svifbílum og svifbrettum eftir 20 ár?Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fulltrúi í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Diljá Ámundadóttir Zoëga Lokun Kelduskóla, Korpu Nýsköpun Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Tímaflakk Marty og Doc hafði mikil áhrif á mig þegar ég horfði á Back to the future myndirnar. Við erum heilluð af framtíðinni og notum ítrekað bíómyndir, sjónvarpþætti og bækur til að láta okkur dreyma - eða óttast - um hvernig hún muni verða. Á árinu 2015 flaug Marty um á fljúgandi bílum, renndi sér áfram á svifbretti og átti sjálfreimandi skó. Nú er framtíðin komin og það eru engir svifbílar né hjól eða svifbretti. Það er ekki heldur hægt að setja pínulitla tveggja tommu pizzu inn í örbylgjuofn og hún stækkar og verður sextán tommu. Það sem einkennir nútímann eru fjarskipti, tækniþróun á örhraða og meðhöndlun upplýsinga, hvernig við sækjum upplýsingar og hvernig miðlum við þeim áfram. Það sem einkennir líka nútímann er loftslagsvá og að heimilið okkar, jörðin, er í hættu. Skólakerfið þarf að bregðast við þessum breytingum nútímans og undirbúa nemendur undir framtíðina. Því hefur t.d. verið margsinnis haldið fram að um 80% starfa sem verða unnin eftir 20 ár séu ekki til í dag. Er aðalnámskrá skólakerfisins að vinna samkvæmt því? Í byrjun nóvember hlustaði ég á ungmennin í skólaráðum landsins ræða stöðuna í skólakerfinu á áhugaverðu skólaþingi sveitarfélaganna sem bar heitið „Erum við á réttu róli?”. Það var samhljómur í skilaboðum þeirra. Þau kölluðu eftir fleiri námsgreinum. Nýjum námsgreinum. Breyttum námsgreinum. Námsgreinum sem undirbúa þau betur undir heiminn eins og hann er núna. Og verður í framtíðinni. Þetta eru námsgreinar á borð við:Frumkvöðlafræði og leiðtogahæfniNýsköpun og skapandi hugsun Gagnrýna hugsun og rökhugsunUmhverfisvitund og samfélagsfrumkvöðlahugsunForritun / TölvulæsiKynjafræðiSamningatækniLýðræði Núvitund Nú stendur til að stofna nýsköpunarskóla fyrir nemendur á unglingastigi í norðanverðum Grafarvogi. Þetta er, að mínu mati, eitt af því merkilegasta sem er að gerast í menntamálum á Íslandi í dag. Margir spyrja sig að því hvað sé átt með nýsköpunarskóla. Það er ekki nema von. Nýsköpun er lykillinn að nýjum lausnum, bættu verklagi og lausn flókinna viðfangsefna. Skapandi hugsun er lykilhæfni þegar kemur að því að vera virkur og öflugur þátttakandi í nútímasamfélagi. Að hafa hæfni og búa yfir getu til að hugsa út fyrir boxið, geta lesið í samfélagslegar aðstæður, leita nýrra lausna sem byggja á fyrri reynslu og upplifun, takast á við áskoranir og mæta mótlæti skiptir miklu máli. Stórar samfélagsbreytingar krefjist bæði auðlinda og fjármagns. Það eru þó til dæmi þar sem stórkostlegar, kerfisbundnar og varanlegar breytingar hafa náð fram að ganga vegna einstaklinga sem í upphafi höfðu engar auðlindir aðrar en sína eigin samfélaglegu ástríðu, skapandi kraft og frumkvöðlahugsun. Samfélagsfrumkvöðullinn hugsar jafnan um það hvaða áhrif nýsköpunin hefur á aðra, hvaða ávinning aðrir hafa af hugmyndinni. Nýsköpunarskóli leggur rækt við samfélagsfrumkvöðahugsun. Í nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar, sem ber heitið „Látum draumana rætast” eru fimm megin áhersluþættir: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði. Hugmyndin um nýsköpunarskóla mætir sérstaklega vel þessum fimm áhersluþáttum. Ég er gríðarlega spennt fyrir því að sjá og taka þátt í stofnun nýsköpunarskóla í Reykjavík. Ég er þess fullviss um að hann eigi eftir að mæta þörfum margra og muni hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Mér verður hugsað til fyrrum samstarfsmanna minna hjá CCP. Þar störfuðu virkilega hæfileikaríkir einstaklingar sem voru að gera mjög framandi og spennandi hluti. Það sem margir af þessum fyrrum hæfileikaríku samstarfsmönnum mínum áttu sameiginlegt var að þeir fundu sig aldrei í almennu skólakerfi. Algjörlega á skjön við aðalnámskrána blessuðu. Þarna voru þeir í starfsumhverfi þar sem þeir blómstruðu og mætti þeirra getu og áhugasviði. Og voru að framleiða vöru sem var og er talin merkileg á heimsmælikvarða. Ég vil sjá skólakerfið taka utan um þessa einstaklinga og líka marga aðra. En ekki ýta þeim út fyrir það. Við skulum vera saman í nútímanum og fara aftur saman til framtíðar. Hver veit, kannski verðum við farin að fljúga á umhverfisvænum svifbílum og svifbrettum eftir 20 ár?Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fulltrúi í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun