Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir skrifar 19. nóvember 2019 10:30 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun