„Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 18:45 Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01