Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 15:32 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. Í umræddri grein sem birtist á vef Guardian á föstudaginn er haft eftir Bjarna að spilltum stjórnvöldum í Namibíu sé hugsanlega um að kenna. „Veik ríkisstjórn, spillt ríkisstjórn í þessu landi. Sem virðist vera undirliggjandi vandamál sem við sjáum núna,“ er meðal annars haft eftir Bjarna í viðtalinu. „Ég óska eftir að heyra hver viðbrögð hæstvirts forsætisráðherra eru við þeim sjónarmiðum að meintar mútur séu fyrst og fremst Namibíumönnum sjálfum að kenna. Er hún sammála hæstvirtum fjármálaráðherra? Hefur forsætisráðherra ekki áhyggjur af því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar birtist umheiminum með þessi viðhorf?“ spurði Logi. Katrín svaraði fyrirspurn Loga um ummæli Bjarna ekki beint, þrátt fyrir ítrekun Loga í síðari ræðu, heldur gaf svar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Sú sem hér stendur hefur talað eins skýrt og hægt er. Íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki eigi að fylgja lögum, íslensk stjórnvöld muni ekki líða það ef fyrirtæki brjóta lög. Það fer í réttan farveg og það er ekkert umburðarlyndi af hálfu íslenskra stjórnvalda til lögbrota,“ sagði Katrín. „Að minni hálfu er það algjörlega ljóst, og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu máli, þá verða ekki liðinn lögbrot. Það verður farið yfir lagarammann,“ sagði Katrín. Logi var heldur óhress með þessi svör, eða öllu heldur skort á svörum, og gekk að sæti forsætisráðherra í þingsal og lýsti óánægju sinni með að hún hafi ekki svarað fyrirspurninni um ummæli Bjarna í erlendum miðlum. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. Í umræddri grein sem birtist á vef Guardian á föstudaginn er haft eftir Bjarna að spilltum stjórnvöldum í Namibíu sé hugsanlega um að kenna. „Veik ríkisstjórn, spillt ríkisstjórn í þessu landi. Sem virðist vera undirliggjandi vandamál sem við sjáum núna,“ er meðal annars haft eftir Bjarna í viðtalinu. „Ég óska eftir að heyra hver viðbrögð hæstvirts forsætisráðherra eru við þeim sjónarmiðum að meintar mútur séu fyrst og fremst Namibíumönnum sjálfum að kenna. Er hún sammála hæstvirtum fjármálaráðherra? Hefur forsætisráðherra ekki áhyggjur af því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar birtist umheiminum með þessi viðhorf?“ spurði Logi. Katrín svaraði fyrirspurn Loga um ummæli Bjarna ekki beint, þrátt fyrir ítrekun Loga í síðari ræðu, heldur gaf svar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Sú sem hér stendur hefur talað eins skýrt og hægt er. Íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki eigi að fylgja lögum, íslensk stjórnvöld muni ekki líða það ef fyrirtæki brjóta lög. Það fer í réttan farveg og það er ekkert umburðarlyndi af hálfu íslenskra stjórnvalda til lögbrota,“ sagði Katrín. „Að minni hálfu er það algjörlega ljóst, og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu máli, þá verða ekki liðinn lögbrot. Það verður farið yfir lagarammann,“ sagði Katrín. Logi var heldur óhress með þessi svör, eða öllu heldur skort á svörum, og gekk að sæti forsætisráðherra í þingsal og lýsti óánægju sinni með að hún hafi ekki svarað fyrirspurninni um ummæli Bjarna í erlendum miðlum.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira