Meint brot Samherja í andstöðu við það sem atvinnulífið vill standa fyrir Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2019 13:48 Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir ásakanirnar grafalvarlegt mál. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Hann leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta og ekki anað að niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins setji sig ekki upp á móti öflugu eftirliti, þó svo þau lýsi efasemdum sínum um umfang íslenskra eftirlitsstofnana.Segjast slegin yfir ásökununum Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem samtökin segjast vera slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Namibíu. Lögð er áhersla á að málið verði rannsakað gaumgæfilega og fagna samtökin því að stjórn Samherja hafi blásið til rannsóknar og „hafist handa með afdráttarlausum aðgerðum að endurvinna traust,“ eins og það er orðað. „Það sem er þarna verið að tala um er auðvitað grafalvarlegt mál og í andstöðu við það sem við viljum vinna eftir, íslenskt atvinnulíf,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir samtökin stöðugt beina því til sinna aðildarfélaga að fara að lögum og reglum. „En að því sögðu þá er auðvitað rétt að það komi fram að þetta tiltekna mál er á algjöru byrjunarstigi og eðlilegt að sjá hvernig því fram vindur og gefa aðilum máls færi á að koma sínum gögnum á framfæri.“SA beitt sér fyrir einföldun eftirlits með fyrirtækjumNú hafa Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum um það sem þið kallið eftirlitssamfélagið, segið að þar ríki tortryggni í garð atvinnulífsins og hafið kallað eftir einföldun eftirlits. Sýnir Samherjamálið ekki einmitt að þörf sé á virku og öflugu eftirliti með íslenskum fyrirtækjum?„Jú, það er alveg hárrétt hjá þér. Það er nefnilega þörf á virku og öflugu eftirliti en magn eftirlits og mikið eftirlit er ekki endilega virkt eftirlit. Við erum ekki og munum aldrei verða á móti eftirliti,“ bætti Eyjólfur við. Eyjólfur segir mikilvægt að ekki verði anað að niðurstöðum, það séu heildarhagsmunir allra að niðurstaða fáist í málið og að og að orðspor þjóðarinnar og atvinnulífs á Íslandi skaðist sem minnst. „Það er þannig að traust í öllum samskiptum er gríðarlega mikilvægt. Það er ekki nema tíu ár síðan við fórum í gegnum skafl sem rýrði traust allverulega. Það tekur stuttan tíma að hreyta því frá sér en langan tíma að vinna það upp, þannig að það er mjög mikilvægt að viðhalda því,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Hann leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta og ekki anað að niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins setji sig ekki upp á móti öflugu eftirliti, þó svo þau lýsi efasemdum sínum um umfang íslenskra eftirlitsstofnana.Segjast slegin yfir ásökununum Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem samtökin segjast vera slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Namibíu. Lögð er áhersla á að málið verði rannsakað gaumgæfilega og fagna samtökin því að stjórn Samherja hafi blásið til rannsóknar og „hafist handa með afdráttarlausum aðgerðum að endurvinna traust,“ eins og það er orðað. „Það sem er þarna verið að tala um er auðvitað grafalvarlegt mál og í andstöðu við það sem við viljum vinna eftir, íslenskt atvinnulíf,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir samtökin stöðugt beina því til sinna aðildarfélaga að fara að lögum og reglum. „En að því sögðu þá er auðvitað rétt að það komi fram að þetta tiltekna mál er á algjöru byrjunarstigi og eðlilegt að sjá hvernig því fram vindur og gefa aðilum máls færi á að koma sínum gögnum á framfæri.“SA beitt sér fyrir einföldun eftirlits með fyrirtækjumNú hafa Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum um það sem þið kallið eftirlitssamfélagið, segið að þar ríki tortryggni í garð atvinnulífsins og hafið kallað eftir einföldun eftirlits. Sýnir Samherjamálið ekki einmitt að þörf sé á virku og öflugu eftirliti með íslenskum fyrirtækjum?„Jú, það er alveg hárrétt hjá þér. Það er nefnilega þörf á virku og öflugu eftirliti en magn eftirlits og mikið eftirlit er ekki endilega virkt eftirlit. Við erum ekki og munum aldrei verða á móti eftirliti,“ bætti Eyjólfur við. Eyjólfur segir mikilvægt að ekki verði anað að niðurstöðum, það séu heildarhagsmunir allra að niðurstaða fáist í málið og að og að orðspor þjóðarinnar og atvinnulífs á Íslandi skaðist sem minnst. „Það er þannig að traust í öllum samskiptum er gríðarlega mikilvægt. Það er ekki nema tíu ár síðan við fórum í gegnum skafl sem rýrði traust allverulega. Það tekur stuttan tíma að hreyta því frá sér en langan tíma að vinna það upp, þannig að það er mjög mikilvægt að viðhalda því,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30