Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.

Rætt verður við Eyþór um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við verðum einnig í beinni útsendingu með bæjarstjóra Akureyrar um Samherjamálið. Fyrirtækið er stór vinnuveitandi á svæðinu og málið hefur því mikil áhrif á samfélagið. Þá verður rætt við Evu Joly sem segir óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun um málefni fyrirtækisins. Slíkt yrði ekki liðið í öðrum löndum.

Einnig verður fjallað um verkfallsaðgerðir blaðamanna í dag, nýtt hverfaskipulag í borginni og margt fleira.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×