Að ferðalokum námsmanna erlendis Jóhann Gunnar Þórarinsson skrifar 17. nóvember 2019 09:30 Ár hvert yfirgefa fjölmargir íslenskir námsmenn öryggisnet sitt heima fyrir og leggja land undir fót og hefja nám erlendis. Til að allir námsmenn hafi sama tækifæri til náms erlendis án tillits til efnahags gefur augaleið að nauðsynlegt er að veita lán eða styrk vegna ferðakostnaðar. Það er enn mikilvægara þegar haft er í huga að LÍN hefur í gegnum árin almennt lánað vegna framfærslu fyrir 9 mánuði en námsmenn hafa sjálfir þurft að brúa bilið yfir sumartímann. Það er enn fremur mikilvægt að hafa í huga að í mörgum tilvikum er illmögulegt fyrir námsmenn erlendis að finna sér vinnu í sínu námslandi og fá þeir jafnvel ekki atvinnuleyfi. Í úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2013-2014 var reglan almennt sú að lánað væri fyrir ferðakostnaði að ákveðinni fjárhæð á hverju ári. Fyrir námsárið 2014-2015 var gerð sú breyting að nú væri einungis veitt lán vegna ferðakostnaðar á hverju námsstigi. Þetta leiddi til þess að þeir sem lögðu stund á 6 ára nám erlendis, t.d. í læknisfræði, fengu einungis lánað einu sinni nánar tilgreinda fjárhæð. Þann 1. nóvember sl. lagði Mennta- og menningarmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um Menntasjóð námsmanna (Menntasjóður) sem felur í sér nýtt námsaðstoðarkerfi fyrir íslenska námsmenn. Stjórn SÍNE vinnur nú að formlegri umsögn vegna frumvarpsins en SÍNE hefur áður gert þó nokkrar athugasemdir við drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN) sem birt voru fyrr í sumar á Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpi um Menntasjóðinn liggur fyrir að einungis verður um heimild til láns vegna ferðakostnaðar fyrir stjórn sjóðsins að ræða. Þá verður ekki séð í frumvarpinu eða í athugasemdum með því að að gert sé ráð fyrir að lán verði veitt vegna ferðakostnaðar á hverju ári eða að almennt verði lánað fyrir meira en 9 mánuðum. Það skýtur vægast sagt skökku við að meðan 1. gr. frumvarps um Menntasjóð námsmanna kveður á um að markmiðið sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, að ekki sé gert að skyldu að veitt sé lán eða styrkur vegna ferðakostnaðar fyrir hvert námsár. Það er því von SÍNE að þegar kemur að ferðalokum námsmanna erlendis að þeirra spor verði ekki þyngri en annarra bara fyrir það eitt að þeir ákváðu að stunda nám sitt erlendis. Greinarhöfundur er formaður stjórnar SÍNE og er greinin hluti af herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert yfirgefa fjölmargir íslenskir námsmenn öryggisnet sitt heima fyrir og leggja land undir fót og hefja nám erlendis. Til að allir námsmenn hafi sama tækifæri til náms erlendis án tillits til efnahags gefur augaleið að nauðsynlegt er að veita lán eða styrk vegna ferðakostnaðar. Það er enn mikilvægara þegar haft er í huga að LÍN hefur í gegnum árin almennt lánað vegna framfærslu fyrir 9 mánuði en námsmenn hafa sjálfir þurft að brúa bilið yfir sumartímann. Það er enn fremur mikilvægt að hafa í huga að í mörgum tilvikum er illmögulegt fyrir námsmenn erlendis að finna sér vinnu í sínu námslandi og fá þeir jafnvel ekki atvinnuleyfi. Í úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2013-2014 var reglan almennt sú að lánað væri fyrir ferðakostnaði að ákveðinni fjárhæð á hverju ári. Fyrir námsárið 2014-2015 var gerð sú breyting að nú væri einungis veitt lán vegna ferðakostnaðar á hverju námsstigi. Þetta leiddi til þess að þeir sem lögðu stund á 6 ára nám erlendis, t.d. í læknisfræði, fengu einungis lánað einu sinni nánar tilgreinda fjárhæð. Þann 1. nóvember sl. lagði Mennta- og menningarmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um Menntasjóð námsmanna (Menntasjóður) sem felur í sér nýtt námsaðstoðarkerfi fyrir íslenska námsmenn. Stjórn SÍNE vinnur nú að formlegri umsögn vegna frumvarpsins en SÍNE hefur áður gert þó nokkrar athugasemdir við drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN) sem birt voru fyrr í sumar á Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpi um Menntasjóðinn liggur fyrir að einungis verður um heimild til láns vegna ferðakostnaðar fyrir stjórn sjóðsins að ræða. Þá verður ekki séð í frumvarpinu eða í athugasemdum með því að að gert sé ráð fyrir að lán verði veitt vegna ferðakostnaðar á hverju ári eða að almennt verði lánað fyrir meira en 9 mánuðum. Það skýtur vægast sagt skökku við að meðan 1. gr. frumvarps um Menntasjóð námsmanna kveður á um að markmiðið sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, að ekki sé gert að skyldu að veitt sé lán eða styrkur vegna ferðakostnaðar fyrir hvert námsár. Það er því von SÍNE að þegar kemur að ferðalokum námsmanna erlendis að þeirra spor verði ekki þyngri en annarra bara fyrir það eitt að þeir ákváðu að stunda nám sitt erlendis. Greinarhöfundur er formaður stjórnar SÍNE og er greinin hluti af herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun