Fékk múrstein í höfuðið og lést Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 06:53 Stjórnvöld segja mótmælanda hafa kastað múrsteininum sem varð manninum að bana. Getty/Anthony Kwan Maður lést í Hong Kong í nótt þegar hann varð fyrir múrsteini sem þarlend stjórnvöld segja að mótmælendur hafi kastað, þegar til átaka kom á milli þeirra og lögreglu. Yfirvöld segja jafnframt að maðurinn hafi ekki verið að taka þátt í átökunum en um sjötugan ræstingamann var að ræða. Ástandið í Hong Kong er á suðupunkti. Athygli vakti þegar lögreglumaður skaut mótmælanda í magann á mánudag og þegar námsmaður á þrítugsaldri féll til bana í aðgerð lögreglunnar í síðustu viku. Forseti Kína, Xi Jinping, var í nótt harðorður í garð mótmælenda og sagði þá stefna því í hættu að Kína geti verið með Tvö kerfi í einu ríki, eins og tíðkast hefur undanfarna áratugi. Með því er átt að á svæðum á borð við Hong Kong og Macao fái íbúar ákveðna sjálfstjórn og frelsi til að haga sínum málum sjálfir án of mikilla afskipta frá stjórnvöldum í Peking. Sjötugi maðurinn sem lést í nótt er sagður hafa verið að taka myndir af mótmælunum þegar hann fékk múrsteininn í hausinn. Hann er talinn hafa komið þar við í hádegishléi sínu, en hann starfaði sem verktaki fyrir heilbrigðiseftirlit borgarinnar. Mótmælin hafa einnig teygt úr sér til annara landa. Í London veittust mótmælendur að dómsmálaráðherra Hong Kong, Theresu Cheng, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina og slasaðist alvarlega, að því er yfirvöld í Hong Kong segja. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um mótmælin á þriðjudag. Þá studdust mótmælendur við boga og örvar. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Hong Kong á barmi upplausnar Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta. 13. nóvember 2019 07:45 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Maður lést í Hong Kong í nótt þegar hann varð fyrir múrsteini sem þarlend stjórnvöld segja að mótmælendur hafi kastað, þegar til átaka kom á milli þeirra og lögreglu. Yfirvöld segja jafnframt að maðurinn hafi ekki verið að taka þátt í átökunum en um sjötugan ræstingamann var að ræða. Ástandið í Hong Kong er á suðupunkti. Athygli vakti þegar lögreglumaður skaut mótmælanda í magann á mánudag og þegar námsmaður á þrítugsaldri féll til bana í aðgerð lögreglunnar í síðustu viku. Forseti Kína, Xi Jinping, var í nótt harðorður í garð mótmælenda og sagði þá stefna því í hættu að Kína geti verið með Tvö kerfi í einu ríki, eins og tíðkast hefur undanfarna áratugi. Með því er átt að á svæðum á borð við Hong Kong og Macao fái íbúar ákveðna sjálfstjórn og frelsi til að haga sínum málum sjálfir án of mikilla afskipta frá stjórnvöldum í Peking. Sjötugi maðurinn sem lést í nótt er sagður hafa verið að taka myndir af mótmælunum þegar hann fékk múrsteininn í hausinn. Hann er talinn hafa komið þar við í hádegishléi sínu, en hann starfaði sem verktaki fyrir heilbrigðiseftirlit borgarinnar. Mótmælin hafa einnig teygt úr sér til annara landa. Í London veittust mótmælendur að dómsmálaráðherra Hong Kong, Theresu Cheng, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina og slasaðist alvarlega, að því er yfirvöld í Hong Kong segja. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um mótmælin á þriðjudag. Þá studdust mótmælendur við boga og örvar.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Hong Kong á barmi upplausnar Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta. 13. nóvember 2019 07:45 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33
Hong Kong á barmi upplausnar Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta. 13. nóvember 2019 07:45
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59