Fréttirnar berast tveimur dögum eftir að þingið samþykkti vantrauststillögu á hendur forsætisráðherranum Maia Sandu, sem hefur talað fyrir auknu samstarfi Moldóvu við Vesturlönd. Stjórn Sandu tók við völdum fyrir um fimm mánuðum og hét þá því að taka hart á spillingu í landinu.

Sjá einnig:Bráðabirgðastjórn Moldóvu fer frá og pattstöðunni lokið
Sandu, sem vill að Moldóva gerist aðili að Evrópusamsambandinu, myndaði fyrr á árinu ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum, sem forsetinn Dodon leiddi á árunum áður.
Stjórnarsamstarfinu lauk hins vegar eftir deilur um frumvarp sem sneri að því hvernig skyldi velja nýjan ríkissaksóknara.
Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu, staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu og eru íbúar um 3,5 milljónir talsins.