Þingfundur hefst á óundirbúnum fyrirspurnum klukkan 10:30 þar sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verða til svara.
Klukkan 11 hefst svo sérstök umræða um spillingu. Málshefjandi er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, og til andsvara verður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Beina útsendingu frá þinginu má sjá hér að neðan.