Innlent

Nýtt neyðarskýli opnað við Grandagarð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Neyðarskýlið er við Grandagarð í Reykjavík.
Neyðarskýlið er við Grandagarð í Reykjavík. reykjavíkurborg
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnaði í dag nýtt neyðarskýli fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda.

Neyðarskýlið er við Grandagarð í Reykjavík en þar verður tekið á móti fimmtán einstaklingum. Opnunartími er frá fimm síðdegis til tíu á morgnana alla daga ársins og verða tveir til þrír starfsmenn á vakt í skýlinu hverju sinni að því er segir í tilkynningu frá borginni.

Neyðarskýli er það þriðja sinnar tegundar á vegum Reykjavíkurborgar en fyrir eru gistiskýlið á Lindargötu og Konukot sem er rekið í samstarfi við Rauða krossinn.

Alls verður hægt að taka á móti 45 körlum og 12 konum í neyðarskýlum borgarinnar með tilkomu nýja skýlisins.  Gláma/Kím Arkitektar teiknuðu breytingar á húsinu en Kjölur byggingafélag og Guðmundur Pálsson sáu um framkvæmdir.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem myndatökumaður Stöðvar 2 tók við opnun neyðarskýlisins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×