Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 20:16 Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sögðu sig frá rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42