Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 12:37 Gunnar Smári telur ekki spurningu um hvort heldur hvar mútuféð til íslenskra stjórnmálamanna leynist. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, var í viðtali hjá þeim Mána Péturssyni og Frosta Logasyni í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar var mál málanna, mútuhneykslið varðandi kvótaviðskipti Samherja í Namibíu, til umræðu. Gunnar Smári ber saman kvótaverð í Namibíu og veiðigjöld á Íslandi og segir blasa við að hér sé fiskur undir steini.Æpandi samanburður Frosti nefnir það sem ýmsir velta fyrir sér, að talið væri að þar væru útgerðarmennirnir að starfa samkvæmt ákveðnum reglum, hvort sem þær mega heita sanngjarnar eða ekki. En, nú virðist sem um sé að ræða eitthvað annað og meira, jafnvel hreina og klára glæpastarfsemi? „Þá getum við spurt hvernig er þetta hérna heima?“ spyr Gunnar Smári en hann er þekktur fyrir að vera fremur reikningsglöggur maður. „Það kemur fram í þættinum um magn og verð á kvóta á þessum hestamakríl sem ég veit ekki hversu skyldur er makrílnum sem við erum að veiða hér; þar voru þeir að kaupa 5 þúsund tonn á minnir mig 55 milljónir, sem gerir um 11 þúsund tonnið. Þeir eru að borga spilltum stjórnmálamönnum mestan hlutann. 25 milljónir fara í þetta ríkisfyrirtæki en 30 milljónir fara til þessara þriggja hákarla. Á Íslandi, á sama tíma, var verið að borga veiðigjöld fyrir um 490 milljónir fyrir 157 þúsund tonn. Eða um þrjú þúsund kall sem þeir borga íslenskum stjórnvöldum.“Þeir borga minna fyrir tonnið á Íslandi?„Bara brot. Og meira að segja minna en ríkisfyrirtækið fékk úti. Og þá hlýtur maður að spyrja sig: Ef þeir borga 25 milljónir yfir borðið úti og 30 milljónir undir borðið, hvar eru múturnar á Íslandi? Hvernig kemst Samherji upp með það á Íslandi, og íslenskir kvótakvótagreifar, að borga sjö milljónir í veiðigjöld á þessu ári þegar markaðsvirði kvótans er svona um 75 milljarðar? Það er ekkert flókið að finna hvert markaðsvirðið er á Íslandi. Því kvóti er leigður og það er töluvert mikið af honum leigður á hverju ári. Sjö til átta prósent. Og þá finnst raunverulegt virði kvótans.“Enginn í Afríku myndi leigja kvótann á 5 milljarða Gunnar Smári fer yfir það að þetta sé bara á nákvæmlega sama hátt og reikna megi virði íbúðahúsnæðis á Íslandi að teknu tilliti til þess hversu mikið tvö prósent af þeim íbúðum sem skiptu um eigendur í fyrra. Hann segir einsýnt að þetta eru 75 milljarðar sem kvótinn ætti að vera á í leigu. Stjórnvöld leigja kvótaeigendum þetta út fyrir 7 milljarða og til stendur að lækka þau veiðigjöld í 5 milljarða á næsta ári.„Í Afríku, í Namibíu eða Angóla, myndi engum stjórnmálamanni detta það í hug að taka eigur almennings sem hann ætti að fá 75 milljarða fyrir og leigja það út á 5 milljarða eða 7 milljarða. Ekki án þess að fá eitthvað „cut“, án þess að það yrði lagt eitthvað inná reikning þeirra sjálfra í Dubai,“ segir Gunnar Smári. Samherji eins og flest stærri sjávarútvegsfyrirtæki eru með aflandsfyrirtæki, ekki bara á Kýpur, sjávarútvegsfyrirtæki voru fyrst fyrirtækja að búa til slíka aflandsreikninga löngu áður en menn fóru að nota Panama eða eitthvað slíkt. Hvar eru mútugreiðslurnar? Gunnar Smári að undanfarin þrjátíu ár hafi sjávarútvegsfyrirtæki komist upp með að borga íslenskum stjórnmálamönnum undir borðið. Hann telur spurður það sjálfsagða ályktun að draga.Heldurðu að það sé ekki erfiðara að múta íslenskum stjórnmálamönnum?„Nei. Af hverju? Af hverju ættu íslenskri stjórnmálamenn að vera öðruvísi en stjórnmálamenn allra annarra þjóða? Við höfum tvær tegundir af stjórnmálamönnum, þeir sem leigja út eigur almennings á raunvirði og gæta hagsmuna almennings. Svo höfum við stjórnmálamenn sem leigja eigur almennings fyrir minni fjárhæðir ef greitt er inná leynireikninga þeirra sjálfra. Þetta vita allir. Í megindráttum höfum við þessar tvær tegundir. Þið eruð að leggja það til að það sé einhver þriðja tegundin sem eru íslenskir stjórnmálamenn sem leigja út eigur almennings á enn lægra verði en greitt er yfir borðið í Namibíu fyrir eina milljón?“ Gunnar Smári segir þetta engan veginn ganga upp og spurningin sem nú hlýtur að snúa að íslenskum stjórnmálum og íslenskum stjórnmálamönnum, í ljósi lágra veiðigjalda: Hvar eru múturnar? Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, var í viðtali hjá þeim Mána Péturssyni og Frosta Logasyni í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar var mál málanna, mútuhneykslið varðandi kvótaviðskipti Samherja í Namibíu, til umræðu. Gunnar Smári ber saman kvótaverð í Namibíu og veiðigjöld á Íslandi og segir blasa við að hér sé fiskur undir steini.Æpandi samanburður Frosti nefnir það sem ýmsir velta fyrir sér, að talið væri að þar væru útgerðarmennirnir að starfa samkvæmt ákveðnum reglum, hvort sem þær mega heita sanngjarnar eða ekki. En, nú virðist sem um sé að ræða eitthvað annað og meira, jafnvel hreina og klára glæpastarfsemi? „Þá getum við spurt hvernig er þetta hérna heima?“ spyr Gunnar Smári en hann er þekktur fyrir að vera fremur reikningsglöggur maður. „Það kemur fram í þættinum um magn og verð á kvóta á þessum hestamakríl sem ég veit ekki hversu skyldur er makrílnum sem við erum að veiða hér; þar voru þeir að kaupa 5 þúsund tonn á minnir mig 55 milljónir, sem gerir um 11 þúsund tonnið. Þeir eru að borga spilltum stjórnmálamönnum mestan hlutann. 25 milljónir fara í þetta ríkisfyrirtæki en 30 milljónir fara til þessara þriggja hákarla. Á Íslandi, á sama tíma, var verið að borga veiðigjöld fyrir um 490 milljónir fyrir 157 þúsund tonn. Eða um þrjú þúsund kall sem þeir borga íslenskum stjórnvöldum.“Þeir borga minna fyrir tonnið á Íslandi?„Bara brot. Og meira að segja minna en ríkisfyrirtækið fékk úti. Og þá hlýtur maður að spyrja sig: Ef þeir borga 25 milljónir yfir borðið úti og 30 milljónir undir borðið, hvar eru múturnar á Íslandi? Hvernig kemst Samherji upp með það á Íslandi, og íslenskir kvótakvótagreifar, að borga sjö milljónir í veiðigjöld á þessu ári þegar markaðsvirði kvótans er svona um 75 milljarðar? Það er ekkert flókið að finna hvert markaðsvirðið er á Íslandi. Því kvóti er leigður og það er töluvert mikið af honum leigður á hverju ári. Sjö til átta prósent. Og þá finnst raunverulegt virði kvótans.“Enginn í Afríku myndi leigja kvótann á 5 milljarða Gunnar Smári fer yfir það að þetta sé bara á nákvæmlega sama hátt og reikna megi virði íbúðahúsnæðis á Íslandi að teknu tilliti til þess hversu mikið tvö prósent af þeim íbúðum sem skiptu um eigendur í fyrra. Hann segir einsýnt að þetta eru 75 milljarðar sem kvótinn ætti að vera á í leigu. Stjórnvöld leigja kvótaeigendum þetta út fyrir 7 milljarða og til stendur að lækka þau veiðigjöld í 5 milljarða á næsta ári.„Í Afríku, í Namibíu eða Angóla, myndi engum stjórnmálamanni detta það í hug að taka eigur almennings sem hann ætti að fá 75 milljarða fyrir og leigja það út á 5 milljarða eða 7 milljarða. Ekki án þess að fá eitthvað „cut“, án þess að það yrði lagt eitthvað inná reikning þeirra sjálfra í Dubai,“ segir Gunnar Smári. Samherji eins og flest stærri sjávarútvegsfyrirtæki eru með aflandsfyrirtæki, ekki bara á Kýpur, sjávarútvegsfyrirtæki voru fyrst fyrirtækja að búa til slíka aflandsreikninga löngu áður en menn fóru að nota Panama eða eitthvað slíkt. Hvar eru mútugreiðslurnar? Gunnar Smári að undanfarin þrjátíu ár hafi sjávarútvegsfyrirtæki komist upp með að borga íslenskum stjórnmálamönnum undir borðið. Hann telur spurður það sjálfsagða ályktun að draga.Heldurðu að það sé ekki erfiðara að múta íslenskum stjórnmálamönnum?„Nei. Af hverju? Af hverju ættu íslenskri stjórnmálamenn að vera öðruvísi en stjórnmálamenn allra annarra þjóða? Við höfum tvær tegundir af stjórnmálamönnum, þeir sem leigja út eigur almennings á raunvirði og gæta hagsmuna almennings. Svo höfum við stjórnmálamenn sem leigja eigur almennings fyrir minni fjárhæðir ef greitt er inná leynireikninga þeirra sjálfra. Þetta vita allir. Í megindráttum höfum við þessar tvær tegundir. Þið eruð að leggja það til að það sé einhver þriðja tegundin sem eru íslenskir stjórnmálamenn sem leigja út eigur almennings á enn lægra verði en greitt er yfir borðið í Namibíu fyrir eina milljón?“ Gunnar Smári segir þetta engan veginn ganga upp og spurningin sem nú hlýtur að snúa að íslenskum stjórnmálum og íslenskum stjórnmálamönnum, í ljósi lágra veiðigjalda: Hvar eru múturnar?
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20