YouTube-stjörnur skutla Gretu yfir Atlantshafið Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2019 08:03 Greta og ferðafélagarnir. Facebook-síða Gretu Thunberg Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg mun fá far með áströlskum YouTube-stjörnum á tvíbytnu (e. catamaran) yfir Atlantshafið. Greta auglýsti á dögunum eftir leiðum til að komast sjóleiðina frá Ameríku til Spánar eftir að ákveðið var að flytja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, frá Santíagó í Chile og til Madrídar á Spáni. Ráðstefnan hefst 2. desember og stendur til 13. sama mánaðar. „Við siglum í átt að Evrópu í fyrramálið,“ sagði hin sextán ára Greta á Facebook í gærkvöldi. Siglt verður frá Virginíu í Bandaríkjunum. „Ég er svo glöð að segja að ég kemst vonandi á COP25 í Madríd.“Um borð í tvíbytnunni eru tvær ástralskar YouTube-stjörnur, Riley Whitlum og Elayna Carausu, ensk siglingakonan Nikki Henderson, og pabbi Gretu, Svante Thunberg. Greta Thunberg neitar að ferðast milli staða með flugi og ferðast því bara landleiðina eða sjóleiðina. Tvíbytnan er knúin endurnýjanlegum orkugjöfum. Whitlum og Carausu birta vikuleg myndbönd á YouTube af ferð sinni í kringum heiminn með ellefu mánaða gömlum syni sínum. Bandaríkin Loftslagsmál Spánn Svíþjóð Tengdar fréttir Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38 Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54 Ákvörðun Gretu Thunberg „það eina rétta í stöðunni“ „Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga. 31. október 2019 10:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg mun fá far með áströlskum YouTube-stjörnum á tvíbytnu (e. catamaran) yfir Atlantshafið. Greta auglýsti á dögunum eftir leiðum til að komast sjóleiðina frá Ameríku til Spánar eftir að ákveðið var að flytja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, frá Santíagó í Chile og til Madrídar á Spáni. Ráðstefnan hefst 2. desember og stendur til 13. sama mánaðar. „Við siglum í átt að Evrópu í fyrramálið,“ sagði hin sextán ára Greta á Facebook í gærkvöldi. Siglt verður frá Virginíu í Bandaríkjunum. „Ég er svo glöð að segja að ég kemst vonandi á COP25 í Madríd.“Um borð í tvíbytnunni eru tvær ástralskar YouTube-stjörnur, Riley Whitlum og Elayna Carausu, ensk siglingakonan Nikki Henderson, og pabbi Gretu, Svante Thunberg. Greta Thunberg neitar að ferðast milli staða með flugi og ferðast því bara landleiðina eða sjóleiðina. Tvíbytnan er knúin endurnýjanlegum orkugjöfum. Whitlum og Carausu birta vikuleg myndbönd á YouTube af ferð sinni í kringum heiminn með ellefu mánaða gömlum syni sínum.
Bandaríkin Loftslagsmál Spánn Svíþjóð Tengdar fréttir Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38 Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54 Ákvörðun Gretu Thunberg „það eina rétta í stöðunni“ „Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga. 31. október 2019 10:30 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38
Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54
Ákvörðun Gretu Thunberg „það eina rétta í stöðunni“ „Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga. 31. október 2019 10:30