Sala Kerecis í Bandaríkjunum sexfaldaðist á þriðja ársfjórðungi Hörður Ægisson skrifar 13. nóvember 2019 08:00 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarmaður í Kerecis. Fréttablaðið/VALLI Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00
Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00
Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00