Spyr hvað þjóðin geri nú Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2019 22:14 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á leið til fundar í Seðlabankanum. VÍSIR/VILHELM Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. Hann segist einnig hugsi yfir því hvernig íslenska þjóðin muni bregðast við afhjúpunum dagsins, engar breytingar séu í farvatninu ef framvindan verður sú sama og eftir Panamaskjölin. Sighvatur lýsir fiskimiðunum undan ströndum Namibíu sem einhverjum þeim auðugustu í heimi. Staðarhættir í Namibíu hafi þó löngum torveldað fiskveiðar. Löng eyðimörk við strandlengjuna hafi gert sjósókn erfiða - „ströndin var kölluð Skeleton Coast, vegna þess að það var enginn mannbjörg á þeim skipum sem fórust þarna,“ útskýrir Sighvatur. Miðin hafi því aðeins verið nýtt af Suður-Afríkumönnum og Spánverjum.Sjá einnig: Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Breyting varð þó á þegar Namibía öðlaðist sjálfstæði, árið 1990. Þá krafðist namibíska þjóðin að nýta þessa náttúruauðlind sína, en taldi sig skorta þekkingu og útbúnað til að geta stundað markvissa sjósókn. „Svo þau leita til sjómennskuþjóða, þar á meðal okkar Íslendinga. Þróunarsamvinnustofnun veitir þeim hjálp, við byggjum til að mynda sjómannaskóla sem talinn var einn sá besti í Afríku af alþjóðastofnunum.“ Auk þess hafi namibískum stjórnvöldum verið útvegaður sjávarútvegsráðgjafi, sem Sighvatur segir að hafi í raun teiknað upp kvótakerfi fyrir Namibíumenn. „Hann býr til það sem við kratarnir dreymdum alltaf um og komum ekki einu sinni í gegn á Íslandi: Markaðsverð á kvóta.“Sighvatur Björgvinsson var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 2001 til 2010. Í störfum sínum kom hann að uppbyggingu namibísks sjávarútvegs.Vísir/gvaÁstandið ásættanlegt árið 2008 Í reglulegum heimsóknum Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu segir Sighvatur að litið hafi verið eftir því hvernig framkvæmd þarlends sjávarútvegar gengi fyrir sig. „Stundum þurftum við að gera athugasemdir, stundum ekki,“ útskýrir Sighvatur en bætir við að fleiri Íslendingar en starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að uppbyggingu sjávarútvegar. Þannig hafi fjöldi Íslendinga starfað fyrir namibísk útgerðarfyrirtæki, bæði sem skipstjórnarmenn og umsjónarmenn fiskvinnslu, til að miðla reynslu sinni og stuðla að frekari framþróun þarlendrar sjósóknar. Sighvatur minnist þess að í heimsókn Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu árið 2008 hafi staðan þótt ásættanleg - „en þegar þetta kemur upp þá verður maður bara sjokkeraður,“ segir Sighvatur. Vísar hann þar til framgöngu Samherja, hvernig sjávarútvegsfyrirtækið reyndi að komast hjá því að keppa á almennum markaði um aflaheimildir með mútugreiðslum og öðrum undanbrögðum. Sighvatur var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar frá 2001 til 2010 og segir hann starfsemi Samherja í Namibíu, sem hófst árið 2011, því eftir sína tíð. Það skjóti skökku við að kerfið sem fjöldi Íslendinga hafi komið að setja upp, namibísku þjóðinni til heilla, sé síðan misnotað af öðrum Íslendingum. „Maður varð bara sjokkeraður að sjá þetta.“ Hvað gerir þjóðin nú? Sighvatur segist jafnframt hugsi yfir því hvernig íslenska þjóðin muni bregðast við því sem fram kom í Kveik í kvöld. Afhjúpanir sem þessar haft þannig stundum misst marks, til að mynda eftir útgáfu Panamaskjalana svokölluðu sem sýndu hvernig íslenskt áhrifafólk; jafnt stjórnmála- sem athafnamenn, höfðu geymt peninga í skattaskjólum. „Hver voru viðbrögð þjóðarinnar þá?“ Hann segist jafnframt velta því fyrir sér hver viðbrögð stjórnvalda verða. „Eru þau ekki að lækka veiðigjöld núna,“ spyr Sighvatur og vísar þar til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. „Svar stjórnvalda er að lækka veiðigjöldin á þessa aðila,“ segir Sighvatur. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. Hann segist einnig hugsi yfir því hvernig íslenska þjóðin muni bregðast við afhjúpunum dagsins, engar breytingar séu í farvatninu ef framvindan verður sú sama og eftir Panamaskjölin. Sighvatur lýsir fiskimiðunum undan ströndum Namibíu sem einhverjum þeim auðugustu í heimi. Staðarhættir í Namibíu hafi þó löngum torveldað fiskveiðar. Löng eyðimörk við strandlengjuna hafi gert sjósókn erfiða - „ströndin var kölluð Skeleton Coast, vegna þess að það var enginn mannbjörg á þeim skipum sem fórust þarna,“ útskýrir Sighvatur. Miðin hafi því aðeins verið nýtt af Suður-Afríkumönnum og Spánverjum.Sjá einnig: Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Breyting varð þó á þegar Namibía öðlaðist sjálfstæði, árið 1990. Þá krafðist namibíska þjóðin að nýta þessa náttúruauðlind sína, en taldi sig skorta þekkingu og útbúnað til að geta stundað markvissa sjósókn. „Svo þau leita til sjómennskuþjóða, þar á meðal okkar Íslendinga. Þróunarsamvinnustofnun veitir þeim hjálp, við byggjum til að mynda sjómannaskóla sem talinn var einn sá besti í Afríku af alþjóðastofnunum.“ Auk þess hafi namibískum stjórnvöldum verið útvegaður sjávarútvegsráðgjafi, sem Sighvatur segir að hafi í raun teiknað upp kvótakerfi fyrir Namibíumenn. „Hann býr til það sem við kratarnir dreymdum alltaf um og komum ekki einu sinni í gegn á Íslandi: Markaðsverð á kvóta.“Sighvatur Björgvinsson var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 2001 til 2010. Í störfum sínum kom hann að uppbyggingu namibísks sjávarútvegs.Vísir/gvaÁstandið ásættanlegt árið 2008 Í reglulegum heimsóknum Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu segir Sighvatur að litið hafi verið eftir því hvernig framkvæmd þarlends sjávarútvegar gengi fyrir sig. „Stundum þurftum við að gera athugasemdir, stundum ekki,“ útskýrir Sighvatur en bætir við að fleiri Íslendingar en starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að uppbyggingu sjávarútvegar. Þannig hafi fjöldi Íslendinga starfað fyrir namibísk útgerðarfyrirtæki, bæði sem skipstjórnarmenn og umsjónarmenn fiskvinnslu, til að miðla reynslu sinni og stuðla að frekari framþróun þarlendrar sjósóknar. Sighvatur minnist þess að í heimsókn Þróunarsamvinnustofnunar til Namibíu árið 2008 hafi staðan þótt ásættanleg - „en þegar þetta kemur upp þá verður maður bara sjokkeraður,“ segir Sighvatur. Vísar hann þar til framgöngu Samherja, hvernig sjávarútvegsfyrirtækið reyndi að komast hjá því að keppa á almennum markaði um aflaheimildir með mútugreiðslum og öðrum undanbrögðum. Sighvatur var framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar frá 2001 til 2010 og segir hann starfsemi Samherja í Namibíu, sem hófst árið 2011, því eftir sína tíð. Það skjóti skökku við að kerfið sem fjöldi Íslendinga hafi komið að setja upp, namibísku þjóðinni til heilla, sé síðan misnotað af öðrum Íslendingum. „Maður varð bara sjokkeraður að sjá þetta.“ Hvað gerir þjóðin nú? Sighvatur segist jafnframt hugsi yfir því hvernig íslenska þjóðin muni bregðast við því sem fram kom í Kveik í kvöld. Afhjúpanir sem þessar haft þannig stundum misst marks, til að mynda eftir útgáfu Panamaskjalana svokölluðu sem sýndu hvernig íslenskt áhrifafólk; jafnt stjórnmála- sem athafnamenn, höfðu geymt peninga í skattaskjólum. „Hver voru viðbrögð þjóðarinnar þá?“ Hann segist jafnframt velta því fyrir sér hver viðbrögð stjórnvalda verða. „Eru þau ekki að lækka veiðigjöld núna,“ spyr Sighvatur og vísar þar til umræðu síðustu daga um fjáraukaalög. Veiðigjöld eiga samkvæmt þeim að skila ríkissjóði um 5 milljörðum króna sem stjórnarandstöðu þykir lítið, ekki síst í ljósi þess að forstjóri Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra. „Svar stjórnvalda er að lækka veiðigjöldin á þessa aðila,“ segir Sighvatur.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00