Suðurkóresk á rennur rauð vegna blóðmengunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 17:42 Áin Imjin rennur rauð eftir að blóð rann út í ánna. YEONCHEON IMJIN RIVER CIVIC NETWORK Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína. Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína.
Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira