Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2019 11:15 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/VICKIE FLORES Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. Skýrslan sem var unnin af Leyniþjónustu- og öryggisnefnd breska þingsins er tilbúin til opinberar birtingar en ríkisstjórn Boris Johnson ætlar ekki að birta hana fyrr en eftir þingkosningarnar 12. desember. Umrædd skýrsla, sem er meðal annars unnin úr gögnum frá leyniþjónustum Bretlands, inniheldur ásakanir um njósnir, niðurrifsstarfsemi og afskipti af kosningum í Bretlandi, samkvæmt frétt BBC. Hún fjallar einnig að einhverju leyti um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit 2016 og þingkosningarnar 2017. Skýrslan var færð forsætisráðuneytinu þann 17. október en ákveðið hefur verið að bíða með birtingu hennar þar til eftir kosningar. Meðlimir nefndarinnar og forsvarsmenn leyniþjónusta eru verulega ósáttir við þá ákvörðun en meðlimir ríkisstjórnar Johnson segja það eðlilegt þar sem innihald skýrslunnar væri viðkvæmt. Heimildir fjölmiðla ytra herma þó að engir forsvarsmenn ríkisstofnana sem að skýrslunni koma hafi sett sig gegn birtingu hennar. Búið sé að tryggja að engar leynilegar upplýsingar sé að finna þar. Ákvörðunin sé alfarið á höndum forsætisráðuneytisins.The Times sagði frá því á sunnudaginn (áskriftarvefur) að í skýrslunni séu níu rússneskir viðskiptamenn sem hafi gefið fjármuni til Íhaldsflokks Boris Johnson nefndir á nafn. Sumir þeirra hafi náin tengsl við Johnson. Ekki er þó ljóst hvort þeir séu nefndir í þeim hluta skýrslunnar sem birta á opinberlega.Einn þeirra heitir Alexander Temerko. Hann hefur unnið fyrir Varnarmálaráðuneyti Rússlands og hefur talað opinberlega um „vin sinn“ Boris Johnson. Temerko er sagður hafa gefið Íhaldsflokknum 1,2 milljónir punda á síðustu sjö árum. Annar heitir Alexander Lebedev og er fyrrverandi útsendari KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hann keypti á árum áður dagblaðið Evening Standard og það með leyfi síðustu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Samkvæmt The Times bauð Evgeny Lebedev, sonur Alexander, Boris Johnson í nokkrum sinnum í samkvæmi fjölskyldunnar í kastala fjölskyldunnar nærri Perugia á Ítalíu. Johnson er sagður hafa farið í eitt slíkt samkvæmi í apríl 2018, þegar hann var utanríkisráðherra, og fór hann án þeirrar öryggisgæslu sem fylgir breskum ráðherrum að venju. Stærsti rússneski stuðningsmaður Íhaldsflokksins er Lubov Chernukhin, eiginkona Vladimir Chernukhin, sem er fyrrverandi bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hún greiddi 160 þúsund pund fyrir tennisleik við Johnson og hefur gefið flokknum rúmlega 450 þúsund pund á síðastliðnu ári.Emily Thornberry, skuggaráðherra utanríkismála hjá Verkamannaflokknum.EPA/ANDY RAINStjórnarandstæðingar segja greinilegt að forsætisráðuneytið hafi dregið úr birtingu skýrslunnar af pólitískum ástæðum. Emily Thornberry úr Verkamannaflokknum hélt því fram í síðustu viku að töfin væri óréttlætanleg og sagði greinilegt að pólitískar ástæður lægju þar að baki. „Ég óttast að þetta sé vegna þess að þeir átta sig á að skýrslan muni leiða til frekari spurninga á um aðkomu Rússa varðandi Brexit og núverandi leiðtoga Íhaldsflokksins og það muni koma niður á kosningabaráttu þeirra,“ sagði hún. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, segir ákvörðun ríkisstjórnar Bretlands „skammarlega“. Breskir kjósendur eigi rétt á því að vita hvað komi fram í skýrslunni. Í viðtali við BBC sagði hún ljóst að Rússar hefðu haft umfangsmikil afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og þeir séu enn að hafa áhrif á stjórnmálin þar í landi. „Það er enginn vafi. Við vitum það í okkar landi, við höfum séð það í Evrópu og við höfum séð það hér [í Bretlandi], að sérstaklega Rússar eru ákveðnir að hafa reyna að hafa áhrif á þróun stjórnmála í vestrænum lýðræðisríkjum,“ sagði Clinton. „Ekki í okkar hag, heldur þeirra.“ Bretland Brexit Rússland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. Skýrslan sem var unnin af Leyniþjónustu- og öryggisnefnd breska þingsins er tilbúin til opinberar birtingar en ríkisstjórn Boris Johnson ætlar ekki að birta hana fyrr en eftir þingkosningarnar 12. desember. Umrædd skýrsla, sem er meðal annars unnin úr gögnum frá leyniþjónustum Bretlands, inniheldur ásakanir um njósnir, niðurrifsstarfsemi og afskipti af kosningum í Bretlandi, samkvæmt frétt BBC. Hún fjallar einnig að einhverju leyti um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit 2016 og þingkosningarnar 2017. Skýrslan var færð forsætisráðuneytinu þann 17. október en ákveðið hefur verið að bíða með birtingu hennar þar til eftir kosningar. Meðlimir nefndarinnar og forsvarsmenn leyniþjónusta eru verulega ósáttir við þá ákvörðun en meðlimir ríkisstjórnar Johnson segja það eðlilegt þar sem innihald skýrslunnar væri viðkvæmt. Heimildir fjölmiðla ytra herma þó að engir forsvarsmenn ríkisstofnana sem að skýrslunni koma hafi sett sig gegn birtingu hennar. Búið sé að tryggja að engar leynilegar upplýsingar sé að finna þar. Ákvörðunin sé alfarið á höndum forsætisráðuneytisins.The Times sagði frá því á sunnudaginn (áskriftarvefur) að í skýrslunni séu níu rússneskir viðskiptamenn sem hafi gefið fjármuni til Íhaldsflokks Boris Johnson nefndir á nafn. Sumir þeirra hafi náin tengsl við Johnson. Ekki er þó ljóst hvort þeir séu nefndir í þeim hluta skýrslunnar sem birta á opinberlega.Einn þeirra heitir Alexander Temerko. Hann hefur unnið fyrir Varnarmálaráðuneyti Rússlands og hefur talað opinberlega um „vin sinn“ Boris Johnson. Temerko er sagður hafa gefið Íhaldsflokknum 1,2 milljónir punda á síðustu sjö árum. Annar heitir Alexander Lebedev og er fyrrverandi útsendari KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hann keypti á árum áður dagblaðið Evening Standard og það með leyfi síðustu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Samkvæmt The Times bauð Evgeny Lebedev, sonur Alexander, Boris Johnson í nokkrum sinnum í samkvæmi fjölskyldunnar í kastala fjölskyldunnar nærri Perugia á Ítalíu. Johnson er sagður hafa farið í eitt slíkt samkvæmi í apríl 2018, þegar hann var utanríkisráðherra, og fór hann án þeirrar öryggisgæslu sem fylgir breskum ráðherrum að venju. Stærsti rússneski stuðningsmaður Íhaldsflokksins er Lubov Chernukhin, eiginkona Vladimir Chernukhin, sem er fyrrverandi bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hún greiddi 160 þúsund pund fyrir tennisleik við Johnson og hefur gefið flokknum rúmlega 450 þúsund pund á síðastliðnu ári.Emily Thornberry, skuggaráðherra utanríkismála hjá Verkamannaflokknum.EPA/ANDY RAINStjórnarandstæðingar segja greinilegt að forsætisráðuneytið hafi dregið úr birtingu skýrslunnar af pólitískum ástæðum. Emily Thornberry úr Verkamannaflokknum hélt því fram í síðustu viku að töfin væri óréttlætanleg og sagði greinilegt að pólitískar ástæður lægju þar að baki. „Ég óttast að þetta sé vegna þess að þeir átta sig á að skýrslan muni leiða til frekari spurninga á um aðkomu Rússa varðandi Brexit og núverandi leiðtoga Íhaldsflokksins og það muni koma niður á kosningabaráttu þeirra,“ sagði hún. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, segir ákvörðun ríkisstjórnar Bretlands „skammarlega“. Breskir kjósendur eigi rétt á því að vita hvað komi fram í skýrslunni. Í viðtali við BBC sagði hún ljóst að Rússar hefðu haft umfangsmikil afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og þeir séu enn að hafa áhrif á stjórnmálin þar í landi. „Það er enginn vafi. Við vitum það í okkar landi, við höfum séð það í Evrópu og við höfum séð það hér [í Bretlandi], að sérstaklega Rússar eru ákveðnir að hafa reyna að hafa áhrif á þróun stjórnmála í vestrænum lýðræðisríkjum,“ sagði Clinton. „Ekki í okkar hag, heldur þeirra.“
Bretland Brexit Rússland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira