Ný starfsstjórn tekin við á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:50 Anna Stefánsdóttir, Stefán Yngvason og Óskar Jón Helgason mynda nýja starfssstjórn Reykjalundar. Mynd/Stjórnarráðið Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun og er tekin til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður starfsstjórnarinnar en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að starfsstjórnin hafi fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS.. Í liðinni viku fór stjórn SÍBS þess á leit við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að hún hlutaðist til um að koma á fót starfsstjórn á Reykjalundi í ljósi þess vanda sem stofnunin er í og fjallað hefur verið um undanfarnar vikur. Haft er eftir Svandísi í tilkynningu að það sé öllum ljóst að Reykjalundur gegni afar stóru og þýðingarmiklu hlutverki í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. „Þetta er lykilstofnun á sviði endurhæfingar þar sem býr mikill mannauður, þekking og djúp reynsla sem ekki má glatast. Með þetta í huga lagði ég áherslu á að finna fólk í starfsstjórnina sem nýtur traust innan og utan Reykjalundar og er fært um að stíga inn í aðstæður og skapa sátt og vinnufrið á Reykjalundi. Þetta tel ég mikilvægt fyrsta skref og er sannfærð um að vel hafi tekist.“ Eins og fram hefur komið hefur mikil ólga ríkt á Reykjalundi síðustu misseri, einkum eftir að fyrrverandi forstjóra Reykjalundar og framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp af stjórn SÍBS. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís tilkynnti svo um uppsögn sína á föstudag og Ólafur sagði upp í gær. Þá hefur bróðurpartur lækna á Reykjalundi einnig sagt upp störfum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun og er tekin til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður starfsstjórnarinnar en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að starfsstjórnin hafi fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS.. Í liðinni viku fór stjórn SÍBS þess á leit við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að hún hlutaðist til um að koma á fót starfsstjórn á Reykjalundi í ljósi þess vanda sem stofnunin er í og fjallað hefur verið um undanfarnar vikur. Haft er eftir Svandísi í tilkynningu að það sé öllum ljóst að Reykjalundur gegni afar stóru og þýðingarmiklu hlutverki í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. „Þetta er lykilstofnun á sviði endurhæfingar þar sem býr mikill mannauður, þekking og djúp reynsla sem ekki má glatast. Með þetta í huga lagði ég áherslu á að finna fólk í starfsstjórnina sem nýtur traust innan og utan Reykjalundar og er fært um að stíga inn í aðstæður og skapa sátt og vinnufrið á Reykjalundi. Þetta tel ég mikilvægt fyrsta skref og er sannfærð um að vel hafi tekist.“ Eins og fram hefur komið hefur mikil ólga ríkt á Reykjalundi síðustu misseri, einkum eftir að fyrrverandi forstjóra Reykjalundar og framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp af stjórn SÍBS. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís tilkynnti svo um uppsögn sína á föstudag og Ólafur sagði upp í gær. Þá hefur bróðurpartur lækna á Reykjalundi einnig sagt upp störfum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira