Framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:27 Ólafur Þór Ævarsson. Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45
Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35
Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49