Mynda sérstakt teymi til að bregðast við tíðum árásum í Malmö eftir morðið á Jaffar Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 11:25 Hinn 15 ára Jaffar var skotinn til bana í árás á Möllevången í Malmö um helgina. Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar. Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar.
Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43
Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24